Search
Close this search box.

Matur er mannsins megin

Deildu 

Mat­væla­fram­leiðsla á Íslandi hefur nær alla okkar sögu verið bæði til neyslu inn­an­lands og útflutn­ings, hvort sem er hertur fiskur fyrr á öldum eða rán­dýr sæbjúgu nú til dags. Þáttur útflutn­ings hefur orðið mjög gildur og má full­yrða að sumar vörur héðan hafa hátt vist­spor komnar á erlendan mark­að. Á tímum lofts­lags­breyt­inga og sístækk­andi mann­heima getur útflutn­ing­ur­inn vaxið veru­lega um leið og við verðum að lág­marka vist­spor hans. Nátt­úru­far, þekk­ing, mann­afli og auð­lindir á borð við neyslu­vatn, end­ur­nýj­an­lega orku og dýra­stofna ásamt gróðri, eru rammi mat­væla­fram­leiðsl­unn­ar, hér sem ann­ars stað­ar.

Við getum fram­leitt hrá­efni í mat­væli eða fullunna neyslu­vöru til að svara kalli tím­ans. Það berg­málar kröf­una um sjálf­bærni og hag­kerfi sem hvílir á end­ur­vinnslu, vöru­hringrás og völtu jafn­vægi milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar. Og því til við­bót­ar: Á skyldu til að seðja fleiri munna en okkar eig­in, ef vel á að fara. Íslend­ingar eru tengdir öllum þjóðum um loft­hjúp jarð­ar, jafnt sem höf og lönd.

Fram­tíð mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi

Lyk­il­orð í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi, hvað vöru­flokka varð­ar, eru svipuð og víða í strand­ríkj­um: Fisk­ur, ýmis konar hrygg­leys­ingjar í sjó, sjáv­ar­gróð­ur, kjöt, egg, mjólk­ur­vör­ur, korn (bygg og hveiti­af­brigði) og græn­meti, auk ávaxta, aðal­lega berja. Lega lands­ins, í hlýn­andi heimi, setur okkur nýjar skorð­ur. Fisk­veiðar á heims­vísu hafa næstum náð þol­mörk­um. Hörfun haf­íss getur breytt því að ein­hverju leyti nyrst og syðst. Nýt­ing sjáv­ar­spen­dýra hefur sýnt sig að vera aðeins kleif að mjög tak­mörk­uðu leyti, í þágu jafn­vægis vist­kerfa.AUGLÝSING

Óvissa ríkir um til­færslu fiski­stofna, til dæmis loðnu, vegna hlýn­unar sjáv­ar. Vöxtur fiskneyslu á heims­vísu felst í fisk­eldi að stærstum hluta. Hér á landi eru lág þol­mörk fyrir fisk­eldi vegna opinna sjó­kvía, en þau geta hækkað með eldi í lok­uðum sjó­kví­um. Land­eldi, byggt á jarð­varma, getur vaxið veru­lega. Fram­leiðsla dýra­af­urða, sjálf­bær og unnin af virð­ingu fyrir á dýra­vernd, verður ávallt tak­mörkuð hér vegna aðstæðna, en getur þó auk­ist. Korn­rækt verður einnig tak­mörkuð en aðrar mat­vörur úr gróðri geta náð miklum hæðum og magni vegna hrein­leika lofts og vatns, og aðgengi að jarð­varma.

Nýsköpun er mik­il­væg

Löngu er komið fram að nýsköpun er einn dýr­mæt­asti lyk­ill­inn að öfl­ugri mat­væla­fram­leiðslu til að seðja okkur sjálf og til vöru­þró­unar vegna útflutn­ings. Gildir einu hvort bent er á ný fæðu­bót­ar­efni, end­ur­bætt byggyrki, tölvu­kerfi í mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu, vöru­þróun salt­fisks eða hátækni­græjur í fisk­verk­un. Erlend nýsköp­un, til dæmis við hönnun gróð­ur­húsa og rekstr­ar­kerfi þeirra kemur líka við sögu.

Nýsköpun í öllum greinum mat­væla­fram­leiðslu getur gert okkur að mik­il­vægum fram­leið­endum á all­stóran mæli­kvarða í sam­fé­lagi þjóð­anna, það er að segja ef við tökum nú þegar við að und­ir­búa iðnað sem ég vil nefna íslenska mat­væla­stór­iðju. Hún getur verið hinn nýi stórnot­andi orku (raforku og heits vatns) og traust und­ir­staða hratt stækk­andi sam­fé­lags um leið og hún þjónar sam­fé­lögum víða um heim. 

Mat­væla­þörfin eykst

Marg­vís­legar tölur eru til um mat­væla­þörf heims­ins, þar sem enn sveltir sægur manna. Þær rek ég ekki en ástandið er alvar­legt og óþol­andi. Oft er til þess tekið að þol­mörk hnatt­ar­ins leyfi mann­kyn af stærð­argráðunni 11 til 12 millj­arða manna. Leyfum okkur að telja að vel fari og sú verði smám saman raunin á næstu ára­tugum og öldum sam­hliða batn­andi kjörum fólks í öllum löndum heims, einkum þó í þró­un­ar­lönd­um. 

Ísland getur leikið mik­il­vægt hlut­verk í þessum efn­um. Við að miðla þekk­ingu á mat­væla­öflun og orku­öfl­un, einkum í þró­un­ar­lönd­um. Við að fram­leiða vist­væn mat­væli til útflutn­ings en líka til heima­brúks. Fólks­fjölgun á Íslandi verður nær örugg­lega mun hrað­ari en núver­andi spár birta, meðal ann­ars vegna vin­sælda lands­ins meðal þjóða með háar eða með­al­háar raun­tekjur á mann. Hingað snýr vax­andi straumur nýbúa, jafnt til vinnu sem dval­ar, til dæmis eft­ir­launa­þeg­ar. 

Atvinnu­þróun á Íslandi

Frum­fram­leiðsla allra sam­fé­laga er mik­il­væg. Okkar byggir á fáum en góðum auð­lindum og snýr fyrst og fremst að orku og mat­væl­um. Í mínum huga verðum að afmiðja sam­fé­lagið að hluta og einnig vöru­fram­leiðslu að nokkru marki. Það ger­ist með hvöt­um. Ég á við styrk­ari og stærri byggðir utan SV-horns­ins, efl­ingu lít­illa og með­al­stórra fram­leiðslu­ein­inga, styttri flutn­ings­leið­ir, greið­ari sam­skipti (sbr. ljós­leið­ara­væð­ingu lands­ins), skil­virk­ari gæða­stýr­ingu og betri tæki­færi til mennt­unar á lands­byggð­inni.

Þannig getum við skotið stoðum undir aukna, vist­væna frum­fram­leiðslu. Enn fremur stundað fjöl­breytta nýsköpun betur en með hag­ræð­ingu og sam­þjöppun í atvinnu­grein­um, eink­an­lega útgerð og vinnslu, og verk­smiðju­bú­skap. Þjón­usta og verslun fylgja þess­ari þró­un, jafn mik­il­vægar og þær eru. Mat­ar­holan Ísland er ekki tál­sýn. Mikil vist­væn og kolefn­is­jöfnuð fram­leiðsla til útflutn­ings á að vera mark­mið og eitt helsta keppi­kefli sam­fé­lags­ins, sam­hliða kolefn­is­hlut­lausu landi fyrir 2040.

Fram­tíð­ar­sýn

Kjöt­rækt og annar matur búinn til með frumu­ræktun er fjar­læg sýn. Hún á að aftengja mann og nátt­úru, hver svo sem til­gang­ur­inn er. Þau tengsl eru mann­inum eig­in­leg og for­senda skiln­ings á þróun mann­kyns. Við nátt­úr­nytjar eftir ólíkum land- og haf­svæðum hljóta mat­væli að vera bæði úr jurta- og dýra­rík­inu. Fita, prótín og kol­vetni eiga við mann­fólkið og öll nátt­úran er undir við öflun þeirra. Vist­spor eru ávallt fyrir hendi en sjálf­bærni, hvarf frá jarð­efna­elds­neyti og kolefn­is­jöfnun mót­væg­ið. Græn­meti úr sjó og af landi getur seint eða aldrei frelsað fólk frá lif­andi prótein­gjöfum úr sjó eða af landi. Vissu­lega sum okkar (og það er ágætt) en aðeins hluta mann­kyns. Meg­in­á­stæðan er þessi: Haf þekur 2/3 jarðar en land 1/3.

Við verðum að sjá til þess að víð­erni, skóg­ar, fjöl­breytt land­vist­kerfi og vötn hafi nægt rými til við­bótar við fólk og aðrar líf­verur á þurr­lend­inu sem að hluta er óbyggi­legt vegna hæðar yfir sjó og eyði­marka. Kolefn­is­bind­ing á landi verður að vera vel virk. Þar er skóg­lendi í lyk­il­hlut­verki. Rækt­un­ar­land bindur vissu­lega kolefni en í minna mæli og stærð þess er tak­mörkum háð. Haf­ið, sem seint verður heim­kynni manna, er gríð­ar­lega mik­il­vægt sem fæðu­upp­spretta, einkum prótíns og fitu. Enn fremur er svo­nefnt blátt kolefni afar mik­il­vægt, það er sjáv­ar­gróður og smá­líf­verur sem binda kolefni. En eitt er víst: Báðar auð­lind­irn­ar, æt dýr og ætan gróð­ur, verður að nýta til gagns en í miklu hófi.

Ari Trausti Guðmundsson, Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search