Search
Close this search box.

Matvælaframleiðsla í stórum stíl

Deildu 

Mat­væla­fram­leiðsla á Íslandi hef­ur nær alla okk­ar sögu verið bæði til neyslu inn­an­lands og til út­flutn­ings. Þátt­ur út­flutn­ings hef­ur orðið mjög gild­ur. Á tím­um lofts­lags­breyt­inga og sís­tækk­andi mann­heima get­ur hann vaxið veru­lega. Nátt­úruf­ar, þekk­ing, mannafli og auðlind­ir á borð við neyslu­vatn, end­ur­nýj­an­lega orku og dýra­stofna ásamt gróðri á landi og í sjó eru rammi mat­væla­fram­leiðslunn­ar. Við get­um fram­leitt hrá­efni í mat­væli eða full­unna neyslu­vöru til að svara kalli tím­ans. Það berg­mál­ar kröf­una um sjálf­bærni og hag­kerfi sem hvíl­ir á end­ur­vinnslu, vöru­hringrás og völtu jafn­vægi milli nátt­úr­unytja og nátt­úru­vernd­ar. Líka þá skyldu til að seðja fleiri munna en okk­ar eig­in, ef vel á að fara.

Vaxt­ar­mögu­leik­ar

Lyk­il­orð í mat­væla­fram­leiðslu á Íslandi, hvað vöru­flokka varðar, eru svipuð og víða í strand­ríkj­um: Fisk­ur, ým­iss kon­ar hrygg­leys­ingj­ar í sjó, sjáv­ar­gróður, kjöt, egg, mjólk­ur­vör­ur, korn og græn­meti, auk ávaxta, aðallega ým­iss kon­ar berja. Lega lands­ins, í hlýn­andi heimi, set­ur okk­ur skorður. Fisk­veiðar á heimsvísu hafa næst­um náð þol­mörk­um. Hörf­un haf­íss get­ur breytt því að ein­hverju leyti nyrst og syðst. Nýt­ing sjáv­ar­spen­dýra hef­ur sýnt sig að vera aðeins kleif að mjög tak­mörkuðu leyti, í þágu jafn­væg­is vist­kerfa. Vöxt­ur fiskneyslu felst í fisk­eldi að stærst­um hluta. Fram­leiðsla dýra­af­urða, sjálf­bær og byggð á dýra­vernd, verður ávallt tak­mörkuð hér vegna aðstæðna. Einnig korn­rækt en aðrar mat­vör­ur úr gróðri geta náð mikl­um hæðum og magni vegna hrein­leika lofts og vatns og afar góðs aðgeng­is að jarðvarma. Löngu er komið fram að ný­sköp­un er einn helsti lyk­ill­inn að öfl­ugri mat­væla­fram­leiðslu til að seðja okk­ur sjálf og til vöruþró­un­ar vegna út­flutn­ings. Gild­ir einu hvort bent er á ný fæðubót­ar­efni, end­ur­bætt byggyrki, tölvu­kerfi í mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu eða há­tækni­græj­ur í fisk­verk­un. Er­lend ný­sköp­un, til dæm­is við hönn­un gróður­húsa og rekstr­ar­kerfi þeirra, kem­ur líka við sögu. Ný­sköp­un get­ur gert okk­ur að mat­væla­fram­leiðend­um á all­stór­an mæli­kv­arða í sam­fé­lagi þjóðanna; lagt grunn að nýrri stóriðju á ís­lensk­an mæli­kv­arða.

At­vinnuþróun á Íslandi

Frum­fram­leiðsla allra sam­fé­laga er mik­il­væg. Okk­ar bygg­ist á fáum en góðum auðlind­um og snýr fyrst og fremst að orku og mat­væl­um. Í mín­um huga verðum við að afmiðja sam­fé­lagið og einnig vöru­fram­leiðslu að nokkru marki. Það ger­ist ekki með vald­boðum held­ur hvöt­um. Ég á við styrk­ari og stærri byggðir utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, efl­ingu lít­illa og meðal­stórra fram­leiðslu­ein­inga, styttri flutn­ings­leiðir, greiðari sam­skipti, skil­virk­ari gæðastýr­ingu og betri tæki­færi til mennt­un­ar á lands­byggðinni. Þannig get­um við skotið stoðum und­ir aukna frum­fram­leiðslu og ný­sköp­un bet­ur en með samþjöpp­un. Þjón­usta og versl­un fylgja þess­ari þróun, jafn mik­il­væg­ar og þær eru. Mat­ar­hol­an Ísland er ekki tál­sýn. Mik­il fram­leiðsla til út­flutn­ings á að vera mark­mið og eitt helsta keppikefli sam­fé­lags­ins, sam­hliða kol­efn­is­hlut­lausu landi fyr­ir 2040.

Framtíðar­sýn

Kjöt­rækt og ann­ar mat­ur bú­inn til með frumu­rækt­un er fjar­læg sýn. Hún á að af­tengja mann og nátt­úru, hver svo sem til­gang­ur­inn er. Við nátt­úr­unytj­ar eft­ir ólík­um land- og hafsvæðum hljóta mat­væli að vera bæði úr jurta- og dýra­rík­inu. Fita, pró­tín og kol­vetni eiga við um mann­fólkið og öll nátt­úr­an er und­ir við öfl­un þeirra. Vist­spor eru ávallt fyr­ir hendi en sjálf­bærni, hvarf frá jarðefna­eldsneyti og kol­efnis­jöfn­un eru mót­vægið. Græn­meti úr sjó og af landi get­ur seint eða aldrei frelsað fólk frá lif­andi pró­tín­gjöf­um úr sjó eða af landi. Vissu­lega sum okk­ar (og það er ágætt) en aðeins hluta mann­kyns. Megin­á­stæðan er þessi: Haf þekur 2/​3 jarðar en land 1/​3. Við verðum að sjá til þess að víðerni, skóg­ar, fjöl­breytt land­vist­kerfi, ár og vötn hafi nægt rými til viðbót­ar við fólk og aðrar líf­ver­ur á þurr­lend­inu sem að hluta er óbyggi­legt vegna hæðar yfir sjó. Mat­væla­fram­leiðslu á landi eru tak­mörk sett. Höf­in, sem seint verða heim­kynni manna, eru þar með gríðarlega mik­il­væg sem upp­spretta fæðu, einkum pró­tíns og fitu.

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search