Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun heimsækja Patreksfjörð, Raufarhöfn og Þórshöfn dagana 2.-7. september. Heimsóknirnar eru gerðar með það að markmiði að íbúar byggðarlagana geti hitt ráðherra og átt milliliðalausar samræður um þau málefni sem heyra undir ráðherra.
„Ég tel það skyldu okkar sem störfum í þágu þjóðarinnar að eiga bein samskipti við fólkið í landinu, ekki síst í hinum dreifðari byggðum. Það er mikilvægt að við fáum að kynnast þeirra sjónarmiðum, besta leiðin til þess er í gegnum samtal“.
Bjarkey mun heimsækja eftirtalin byggðarlög:
- Patreksfjörður – Mánudaginn 2. september – Ráðhúsinu, Aðalstræti 75
- Þórshöfn á Langanesi – Fimmtudaginn 5. september – Kistunni, Fjarðarvegi 5
- Raufarhöfn – Föstudaginn 6. september – Ráðhúsinu, Aðalbraut 23
Hægt er bóka fund með því að senda póst á mar@mar.is eða bjarki.hjorleifsson@mar.is