Search
Close this search box.

Matvælastofnun og Fiskistofa í samstarf um eftirlit við hvalveiðar

Deildu 

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Í reglugerðinni er Matvælastofnun falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar.

Fiskistofa mun sjá um framkvæmd eftirlitsins samkvæmt fyrirliggjandi samstarfssamningi milli stofnananna tveggja.

Fiskistofa mun m.a. sjá um eftirlitsferðir við veiðar, myndbandsupptökur veiðiaðferða og skráningu þeirra. Veiðieftirlitsmenn munu verða um borð í veiðiferðum og verður öllum gögnum komið til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar.
Fiskistofa hefur einnig eftirlit með því að þau skilyrði sem fram koma í veiðileyfi varðandi veiðibúnað og veiðar séu uppfyllt.

„Það er fagnaðarefni að þessar lykilstofnanir skuli vera í samstarfi um eftirlitið. Þar er sérfræðiþekkinguna að finna og gögnin sem safnast munu geta skorið úr um það hvort að framkvæmd hvalveiða sé lögum samkvæmt“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.

Reglugerðin tekur þegar gildi og mun eftirlitið hefjast samstundis.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search