Meðmælendasöfnun vegna framboða VG í öllum sex kjördæmunum er lokið og hefur listunum verið skilað til yfirkjörstjórna. Frábærir sjálfboðaliðar hafa lagt nótt við dag við að klára þetta mikilvæga verkefni. Sem var tilraunaverkefni að þessu sinni, með ýsmsum uppákomum, því í fyrsta sinn var meðmælendum skilað rafrænt. Fimm VG sjálfboðaliðar eiga stærsta heiðurinn af utanumhaldi og færir skrifstofa VG þeim Björgu Jónu Sveinsdóttur (Suðvesturkjördæmi), Sóleyju Björk Stefánsdóttur (Norðausturkjördæmi), Stefáni Pálssyni (Reykjavíkurkjördæmi norður og suður), Sæmundi Helgasyni (Suðurkjördæmi) og Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur (Norðvesturkjördæmi) bestu þakkir fyrir þeirra mikla framlag. Aðrir sem voru þeim til halds og trausts fá einnig miklar þakkir. Sjálfboðaliðar VG geta allt og láta ekkert stöðva sig.