PO
EN

Meira öryggi og bætt aðgengi

Deildu 

Um ára­mót­in tók gildi breytt fyr­ir­komu­lag skim­ana vegna leg­háls- og brjóstakrabba­meina, þegar heilsu­gæsl­an tók við fram­kvæmd skim­ana fyr­ir krabba­mein­um í leg­hálsi og Land­spít­ali og Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri fram­kvæmd skim­ana fyr­ir krabba­meini í brjóst­um. Nú geta kon­ur farið í leg­háls­skimun á sinni heilsu­gæslu­stöð, og gjaldið fyr­ir skimun­ina lækk­ar úr tæp­um 5.000 krón­um í 500 krón­ur. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á stof­um geta einnig fram­kvæmt leg­háls­skiman­ir eins og verið hef­ur.

Þess er vænst að greitt aðgengi að þess­ari þjón­ustu í heilsu­gæsl­unni og lág­ur kostnaður fyr­ir not­end­ur muni auka þátt­töku í skimun­um hér á landi, en góð þátt­taka í skimun er for­senda ár­ang­urs. Þátt­taka í leg­háls­skimun hef­ur verið inn­an við 70% á liðnum árum en stefnt er að því að hún verði um eða yfir 85% þegar fram líða stund­ir. Einnig má nefna að eðileg­ast er að skimun sé hluti af hinu op­in­bera heil­brigðis­kerfi, eins og víðast hvar í ná­granna­lönd­un­um. Mark­miðið er einnig að færa verklag nær því skipu­lagi sem mælt er með í alþjóðleg­um skimun­ar­leiðbein­ing­um til að tryggja enn frek­ar ör­yggi og gæði þjón­ust­unn­ar.

Til að leit­ast við að tryggja sem best ör­yggi og gæði frumu­rann­sókna, upp­fylla alþjóðleg gæðaviðmið og ákvæði skimun­ar­leiðbein­inga embætt­is land­lækn­is var ákveðið að und­ir­rita samn­ing við rann­sókn­ar­stofu op­in­berra sjúkra­húss­ins Hvidovre í Kaup­manna­höfn um grein­ingu leg­háls­sýna. Rann­sókn­ar­stof­an í Hvidovre hef­ur nú lokið grein­ingu nær allra þeirra sýna sem fóru ógreind frá Krabba­meins­fé­lag­inu til Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins þegar heilsu­gæsl­an tók við ábyrgð á fram­kvæmd skim­ana um ára­mót­in og heilsu­gæsl­an sagði frá því í gær að nú væru aðeins tvær vik­ur þar til tek­ist hef­ur að vinna upp alla seink­un. Þessi töf á svör­um úr leg­háls­sýna­tök­um skýrist ann­ars veg­ar af því að við yf­ir­færsl­una til heilsu­gæsl­unn­ar var nokk­ur fjöldi sýna ógreind­ur, og hins veg­ar af því að Covid-19-far­ald­ur­inn tafði samn­inga­gerð við dönsku rann­sókn­ar­stof­una. Þessi töf á svör­um er ein­ung­is tíma­bund­in og heilsu­gæsl­an er þess full­viss að þjón­ust­an muni á næst­unni verða bæði betri og hraðvirk­ari en fyrr. Það er auðvitað ekki ásætt­an­legt að þessi töf hafi orðið en ég er viss um að við erum á réttri leið. Sam­hæf­ing­ar­stöð krabba­meins­skim­ana veit­ir upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd skim­ana fyr­ir krabba­meini í leg­hálsi og brjóst­um, boðun og tímap­ant­an­ir. Skiman­ir eru öfl­ug for­vörn gegn krabba­mein­um og með þess­um breyt­ing­um verða skiman­ir fyr­ir leg­háls- og brjóstakrabba­mein­um aðgengi­legri, ódýr­ari og ör­ugg­ari en áður. Heilsa kvenna og ör­yggi er tryggt á öll­um stig­um.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search