Search
Close this search box.

Metnaður fyrir framtíðina

Deildu 

Á und­an­förn­um árum hef­ur Ísland markað sér stöðu sem ríki sem stend­ur að mörgu leyti framar­lega í lofts­lags­mál­um. Á leiðtoga­fund­in­um á laug­ar­dag höld­um við áfram á þeirri braut og kynn­um þrjú ný metnaðarfull mark­mið;

a) Auk­inn sam­drátt­ur í los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Úr nú­ver­andi mark­miði um 40% sam­drátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til árs­ins 2030 en það mark­mið teng­ist sam­floti Íslands með ESB og Nor­egi.

b) Efld­ar aðgerðir einkum í land­notk­un, sem munu auðvelda Íslandi að ná settu mark­miði um kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir 2040 og að auki áfanga­mark­miði um kol­efn­is­hlut­leysi los­un­ar á beinni ábyrgð ís­lenskra stjórn­valda í kring­um árið 2030.

c) Auk­in áhersla á lofts­lag­stengd þró­un­ar­sam­vinnu­verk­efni einkum á sviði sjálf­bærr­ar orku.

Þó að heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru hafi yf­ir­skyggt flest önn­ur verk­efni und­an­farna mánuði þá hef­ur lofts­lags­vá­in síður en svo horfið á meðan. Í upp­hafi þessa kjör­tíma­bils ákvað rík­is­stjórn­in að for­gangsraða lofts­lags­mál­un­um og kynnti fyrstu aðgerðaáætl­un Íslands í lofts­lags­mál­um strax haustið 2018. Flagg­skip aðgerðaáætl­un­ar eru sam­drátt­ur í los­un frá sam­göng­um með orku­skipt­um og land­græðsla, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Þar sett­um við okk­ur það mark­mið að verða kol­efn­is­hlut­laus ekki seinna en árið 2040.

Aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um

Í sum­ar kynnt­um við svo upp­færða aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um þar sem staðfest var að með þeim verk­efn­um sem fóru af stað í fyrri áætl­un hefði þegar náðst sá ár­ang­ur að hægt væri að gera ráð fyr­ir meiri sam­drætti í los­un en krafa er gerð um í nú­ver­andi sam­komu­lagi Íslands og Nor­egs við ESB. Ísland er því vel und­ir­búið að tak­ast á hend­ur ný metnaðarfyllri mark­mið í lofts­lags­mál­um.

Með aðgerðaáætl­un­inni er komið öfl­ugt stjórn­tæki í lofts­lags­mál­um með mæl­an­leg­um mark­miðum og fjár­mögnuðum aðgerðum sem skila nú þegar ár­angri. Fjár­fram­lög til um­hverf­is­mála hafa auk­ist um 47% í tíð þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar og þar af hafa bein fram­lög til lofts­lags­mála ríf­lega átt­fald­ast auk veru­legr­ar aukn­ing­ar á íviln­un­um til vist­vænna öku­tækja, virkra ferðamáta og hleðslu­stöðva auk stuðnings við breytt­ar ferðavenj­ur. Nauðsyn­legt er þó að efla vald­ar aðgerðir á því sviði í tengsl­um við metnaðarfyllra mark­mið um sam­drátt í los­un og það er hægt að gera m.a. með því að flýta aðgerðum í orku­skipt­um og auka stuðning við lofts­lagsvæna ný­sköp­un. Til þessa verður horft við gerð næstu fjár­mála­áætl­un­ar á vor­dög­um.

Til að ná mark­miði um kol­efn­is­hlut­laust Ísland fyr­ir árið 2040 er kol­efn­is­bind­ing með skóg­rækt og land­græðslu lyk­ilaðgerð til að ná ár­angri, auk annarra aðgerða í land­notk­un, s.s. end­ur­heimt vot­lend­is. Efla þarf slík­ar aðgerðir sem geta sam­hliða frum­kvöðla­starfi við bind­ingu kol­efn­is í berg­lög­um markað Íslandi sér­stöðu meðal fremstu ríkja varðandi upp­töku kol­efn­is úr and­rúms­lofti, sem er ein megin­áhersla í Par­ís­ar­samn­ingn­um. Þær eru einnig til þess falln­ar að auka sam­keppn­is­hæfni Íslands, skapa störf og styrkja byggðir, auk þess að vera „nátt­úru­leg­ar lofts­lags­lausn­ir“, sem stuðla að vernd og end­ur­heimt vist­kerfa og land­gæða. Með aukn­um aðgerðum á þessu sviði get­ur Ísland náð þeim áfanga að verða kol­efn­is­hlut­laust varðandi los­un á beinni ábyrgð Íslands í kring­um árið 2030.

Fram­lög Íslands til lofts­lag­stengdra verk­efna í þró­un­ar­sam­vinnu munu aukast um 45% á næsta ári í sam­an­b­urði við yf­ir­stand­andi ár. Þar er sér­stak­lega horft til verk­efna á sviði sjálf­bærr­ar orku með til­liti til ís­lenskr­ar sérþekk­ing­ar, aðallega jarðhita­nýt­ing­ar í Aust­ur-Afr­íku.

Okk­ar stærsta áskor­un

Lofts­lags­vá­in hef­ur skapað neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okk­ar stærsta áskor­un. Okk­ar stærsta verk­efni er að draga úr hraða þess­ar­ar ógn­væn­legu þró­un­ar, lág­marka skaðann og tryggja framtíð okk­ar og líf­rík­is­ins alls á þess­ari plán­etu. Því að mann­kynið á ekki eft­ir að fá annað tæki­færi á ann­arri plán­etu held­ur aðeins það tæki­færi sem við höf­um hér og nú.

Í slíku ástandi skipt­ir máli að nýta lær­dóma fortíðar en lyk­il­atriðið er samt núið: það sem við ætl­um að gera núna. Það er mik­il­vægt að finna fyr­ir auk­inni vit­und hjá al­menn­ingi um mik­il­vægi þess að við leggj­um öll okk­ar lóð á vog­ar­skál­arn­ar. Það veit­ir okk­ur öll­um aukið hug­rekki til aðgerða. En bar­átt­an verður ekki ein­göngu lögð á al­menn­ing. Sam­starf rík­is, sveit­ar­fé­laga, fjár­festa, at­vinnu­rek­enda, sam­taka launa­fólks og um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og margra fleiri er nauðsyn­legt til að draga vagn­inn. Sam­stillt átak er for­senda þess að við náum raun­veru­leg­um ár­angri.

Þó að heims­far­ald­ur­inn hafi tekið mesta okk­ar at­hygli und­an­farna mánuði þá er það líka svo að við höf­um tæki­færi til að gera hlut­ina öðru­vísi að lok­inni kreppu. Við leggj­um áherslu á að viðspyrn­an verði græn. Meðal ann­ars með því að tryggja með já­kvæðum hvöt­um að kraft­ur einka­fjár­fest­ing­ar styðji við græna umbreyt­ingu, kol­efn­is­hlut­leysi og sam­drátt gróður­húsaloft­teg­unda. Það ger­um við líka með því að halda áfram að auka stuðning okk­ar við græn­ar fjár­fest­ing­ar hins op­in­bera.

Við erum á réttri leið. Við sett­um okk­ur skýr mark­mið í upp­hafi kjör­tíma­bils og höf­um fylgt þeim eft­ir af festu og ákveðni. Til að ná raun­veru­leg­um ár­angri í bar­átt­unni við lofts­lags­vána skipt­ir nefni­lega öllu að láta verk­in tala. Ísland á að skipa sér í fremstu röð í þess­um mál­um; börn­in okk­ar eiga að geta litið um öxl og sagt: Hér var gripið í tauma og ráðist í aðgerðir fyr­ir framtíðina. Það er ekki ein­göngu okk­ar ábyrgð – held­ur líka tæki­færi fyr­ir Ísland til framtíðar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search