Search
Close this search box.

Mikil samstaða og sóknarhugur innan VG á Austurlandi

Deildu 

Svæðisfélög Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Austurlandi efndu formlega til aukaaðalfunda félaganna þann 21.febrúar síðastl. Auk lögbundinna dagskrárliða var meginefni fundanna að taka afstöðu til sameiningar svæðisfélaga VG á Austurlandi.

Svæðisfélög VG á Austurlandi hafa verið tvískipt – Fjarðabyggð og Djúpavogshreppur annarsvegar og hinsvegar Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Borgarfjarðarhreppur.

Niðurstaða aðalfunda beggja félaganna var einróma að stofna eitt svæðisfélag fyrir Austurland. Í framhaldi var haldinn stofnfundur þar sem öflugt fólk var kosið í stjórn. Stjórn er þannig skipuð. Ingibjörg Þórðardóttir Neskaupstað, Kristján Ketill Stefánsson Fljótsdalshéraði og Svandís Egilsdóttir Seyðisfirði. Til vara Arnar Guðmundsson Neskaupstað og Árni Kristinsson Fljótsdalshéraði, stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.

Ljóst má vera að hér eru um ákveðin tímamót að ræða í pólitísku starfi á Austurlandi. Í fullri einingu hafa nú Svæðisfélög Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Austurlandi sýnt metnaðarfullt fordæmi og brotið blað í sögunni með sameiningu á svæðisvísu.

Nýtt framboð VG í sameinuðu sveitarfélagi er fyrsta stóra skrefið að frekari eflingu hreyfingarinnar á Austurlandi.

Íbúar eru hér með boðnir velkomnir til þátttöku í öflugri hreyfingu með skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Austurland allt.

Áfram Austurland – Svæðisfélag Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Austurlandi.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search