Search
Close this search box.

Mikilvæg ný lýðheilsustefna

Deildu 

Í heil­brigðis­stefnu koma fram þau mark­mið að ís­lensk heil­brigðisþjón­usta verði á heims­mæli­kv­arða og lýðheils­u­starf með áherslu á heilsu­efl­ingu og for­varn­ir verði hluti af allri þjón­ustu, sér­stak­lega þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar. Embætti land­lækn­is hef­ur það hlut­verk að sinna mik­il­vægu lýðheils­u­starfi og styðja við heilsu­efl­ingu í sveit­ar­fé­lög­um og skól­um um allt land. Embættið held­ur einnig utan um lýðheilsu­vísa og birt­ir þá fyr­ir hvert heil­brigðisum­dæmi á Íslandi, en lýðheilsu­vís­ar eru hugsaðir sem liður í því að veita yf­ir­sýn yfir lýðheilsu í hverju um­dæmi fyr­ir sig og til að sjá sam­an­b­urð við landið í heild.

Í því skyni að ná mark­miði heil­brigðis­stefnu um enn öfl­ugra lýðheils­u­starf lagði ég fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um lýðheilsu­stefnu á alþingi í mars 2021. Með þings­álykt­un­inni er haldið áfram þeirri veg­ferð sem lögð var fram í lýðheilsu­stefnu sem var samþykkt árið 2016 en með henni var mótaður fyrsti hluti stefnu og aðgerða sem stuðla að heilsu­efl­andi sam­fé­lagi og bættri lýðheilsu á öll­um ald­urs­skeiðum með sér­stakri áherslu á börn og ung­menni að 18 ára aldri.

Lýðheilsu­stefn­an er liður í því að halda áfram umræðu um lýðheilsu á Íslandi, en nauðsyn­legt er að stefnu­mót­un fyr­ir lýðheilsu hvíli á traust­um grunni og að sátt ríki um þau sjón­ar­mið sem eru leiðarljós lýðheilsu­stefnu á Íslandi til árs­ins 2030.

Lýðheilsa er þverfag­legt hug­tak sem hef­ur breiða skil­grein­ingu og lýðheils­u­starf í heild sinni bygg­ist á þverfag­legu sam­starfi og sam­vinnu í sam­fé­lag­inu. Góð lýðheilsa er ekki aðeins háð lifnaðar­hátt­um þjóðar­inn­ar og góðu heil­brigðis­kerfi held­ur skipta fé­lags- og efna­hags­leg­ir þætt­ir eins og mennt­un­arstig, at­vinna og fé­lags­leg tengsl miklu máli, sem og um­hverf­isþætt­ir. Þess vegna er ljóst að stefnu­mörk­un í öðrum mála­flokk­um en heil­brigðismál­um snert­ir lýðheilsu á marga vegu, beint og óbeint.

Til þess að mark­mið lýðheilu­stefnu verði að veru­leika eru lögð fram í henni meg­in­viðfangs­efni sem ætlað er að styrkja stoðir lýðheilsu á Íslandi með jafn­rétti og jöfnuð að leiðarljósi. Stefn­unni sjálfri er efn­is­lega skipt upp í sjö kafla með sama hætti og samþykkt þings­álykt­un­ar­til­laga um heil­brigðis­stefnu til 2030.

Lagt er til að framtíðar­sýn fyr­ir lýðheilsu á Íslandi verði, að lýðheils­u­starf verði mark­visst, á heims­mæli­kv­arða og ein­kenn­ist af þverfag­legu sam­starfi heil­brigðiþjón­ustu, sér­stak­lega heilsu­gæslu, og annarra hagaðila á Íslandi, t.d. sveit­ar­fé­laga, með áherslu á heilsu­efl­ingu og for­varn­ir.

Ég mælti fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lögu um lýðheilsu­stefnu á Alþingi í lok mars 2021. Samþykkt lýðheilsu­stefnu væri heilla­skref fyr­ir bætta lýðheilsu lands­manna, og þar með heilla­skref fyr­ir okk­ur öll.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search