PO
EN

Mönnun heilbrigðisþjónustunnar

Deildu 

Á síðustu árum hef­ur reynst vand­kvæðum bundið að manna stöðugildi í til­tekn­um grein­um heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Því er aðkallandi að finna leiðir til að fjölga starfs­fólki í mörg­um heil­brigðis­stétt­um, auka starfs­hlut­fall og snúa við at­gervis­flótta.

Rík­is­stjórn­in samþykkti í gær að setja á fót starfs­hópa þar sem heil­brigðis-, mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið og fjár­málaráðuneytið munu koma sam­an að því að finna lausn­ir á þessu mik­il­væga verk­efni. Fjallað verður um mennt­un hjúkr­un­ar­fræðinga og leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem út­skrif­ast ár hvert, á sama hátt verður fjallað um mennt­un sjúkra­liða og einnig um mögu­leika á viðbót­ar­mennt­un þeirra á ákveðnum sviðum og enn frem­ur verður fjallað um sér­fræðinám lækna og aðgerðir m.a. til að skoða viður­kenn­ingu sér­náms hér­lend­is í öðrum lönd­um.

Rík­is­stjórn­in ákvað einnig að skipa sér­stak­an starfs­hóp á veg­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins sem m.a. á að leggja mat á raun­hæf­ar leiðir til að bæta mönn­un hjúkr­un­ar­fræðinga og annarra heil­brigðis­stétta, m.a. á grund­velli niður­stöðu könn­un­ar meðal heil­brigðis­stofn­ana, niður­stöðu sam­an­b­urðar við aðrar þjóðir og fleira sem hóp­ur­inn met­ur mál­efna­legt. Mark­miðið er að koma fram með til­lög­ur sem leitt geta til þess að heil­brigðis­starfs­fólk hald­ist í starfi og að þeir sem farið hafa í önn­ur störf leiti til baka í heil­brigðisþjón­ust­una. Starfs­hóp­un­um er gert að skila til­lög­um til ráðherra í des­em­ber á þessu ári.

Í heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 sem samþykkt var á Alþingi í byrj­un sum­ars eru sett fram sjö lyk­il­atriði. Eitt þeirra ber titil­inn „Fólkið í for­grunni“ og fjall­ar um mannauð og starfs­um­hverfi í heil­brigðisþjón­ust­unni. Vel menntað heil­brigðis­starfs­fólk og full­nægj­andi mönn­un er for­senda þess að hægt sé að veita þeim sem þurfa ör­ugga og skil­virka heil­brigðisþjón­ustu.

Starfs­um­hverfið skipt­ir miklu máli, því end­ur­tekn­ar kann­an­ir á vinnu­stöðum sýna skýrt hvaða þætt­ir eru mik­il­væg­ast­ir til að laða að starfs­fólk og halda því. Stjórn­un, vinnu­tími, aðbúnaður og laun vega þungt þótt fleiri þætt­ir komi til og því þarf að gaum­gæfa þessa þætti og vinna mark­visst að úr­bót­um þar sem þess ger­ist þörf. Með þess­ari áherslu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og með nýrri heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030 sýna stjórn­völd svo ekki verður um villst að litið er á mönn­un og mennt­un í heil­brigðis­kerf­inu sem brýnt verk­efni og for­gangs­mál. Um það og aðrar áskor­an­ir í heil­brigðis­kerf­inu verður rætt á opn­um fundi sem ber yf­ir­skrift­ina Horft til framtíðar og hald­inn verður í Ver­öld, húsi Vig­dís­ar fimmtu­dag­inn 5. sept­em­ber kl. 17-19. Fund­ur­inn er liður í því að kynna og hefja inn­leiðingu nýrr­ar heil­brigðis­stefnu og verður sér­stök áhersla lögð á hlut mennta­stofn­ana, aðkomu þeirra og ábyrgð, meðal ann­ars þegar kem­ur að mennt­un heil­brigðis­stétta og mönn­un heil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search