Search
Close this search box.

Næsta vika metvika í bólusetningum

Deildu 

Í gær, þann 23. apríl 2021, höfðu sam­tals 80.721 manns fengið fyrsta eða báða skammta bólu­efn­is gegn Covid-19. Það eru rétt tæp­lega 29 pró­sent af heild­ar­fjölda þeirra sem fyr­ir­hugað er að bólu­setja hér á landi. Þeir sem eru full­bólu­sett­ir voru í gær 32.609 ein­stak­ling­ar, eða tæp 12% þeirra sem áætlað er að bólu­setja. Í næstu viku, frá 26. – 30. apríl, munu tæp­lega 23.000 ein­stak­ling­ar fá fyrri bólu­setn­ingu með bólu­efn­um Pfizer, AstraZeneca og Jans­sen. Í heild­ina verða gefn­ir um 25.000 skammt­ar í þeirri viku, sem verður stærsta vik­an í bólu­setn­ing­um á Íslandi vegna Covid-19 frá upp­hafi.

Um mánaðamót­in apríl/​maí munu því um 104.000 ein­stak­ling­ar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bólu­efn­is. Eft­ir því sem bólu­setn­ing­um vind­ur fram kom­um við fleir­um í skjól fyr­ir veirunni og áhrif­um henn­ar. Nú höf­um við bólu­sett elstu ald­urs­hóp­ana, íbúa hjúkr­un­ar­heim­ila og erum byrjuð á þeim sem hafa und­ir­liggj­andi lang­vinna sjúk­dóma, sem er mjög mik­il­væg­ur áfangi.

Það er því óhætt að segja að bólu­setn­ing­ar gangi vel. Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins og aðrir aðilar sem koma að fram­kvæmd bólu­setn­inga eiga hrós skilið fyr­ir vaska og góða vinnu við skipu­lagn­ingu og fram­kvæmd.

Fyrsta send­ing af bólu­efni við Covid-19 barst til lands­ins 28. des­em­ber á síðasta ári og hófst bólu­setn­ing dag­inn eft­ir. Við lok fyrsta árs­fjórðungs árs­ins 2021, í lok mars, höfðu 49.300 ein­stak­ling­ar verið bólu­sett­ir með a.m.k. fyrri skammti bólu­efn­is. Það er í sam­ræmi við áætlan­ir heil­brigðisráðuneyt­is­ins um af­hend­ing­ar bólu­efna á því tíma­bili.

Á öðrum árs­fjórðungi árs­ins, þ.e. í apríl, maí og júní, munu bólu­efni ber­ast okk­ur enn hraðar en á þeim fyrsta. Spár gera ráð fyr­ir því að við lok ann­ars árs­fjórðungs­ins, þ.e. 1. júlí 2021, hafi all­ir sem eru 16 ára og eldri fengið a.m.k. fyrri skammt bólu­efn­is gegn Covid-19. Í byrj­un maí ger­um við ráð fyr­ir að all­ir sem eru yfir 60 ára hafi fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is og þann 1. júní áætl­um við að all­ir sem eru yfir 50 ára hafi fengið a.m.k. fyrri skammt­inn.

Bólu­setn­ing eldri hópa dreg­ur úr hugs­an­leg­um bein­um af­leiðing­um far­ald­urs, þar sem lík­ur á al­var­leg­um veik­ind­um aukast í takti við ald­ur. Fram­gang­ur bólu­setn­inga hef­ur því af­ger­andi áhrif á það hversu hratt við get­um farið að lifa eðli­legra lífi, án þess að íþyngj­andi regl­ur um sam­komutak­mark­an­ir séu í gildi. Það er því fagnaðarefni að bólu­setn­ing­ar ganga vel og að við sjá­um fram á bjart­ari tíma. Gleðilegt sum­ar!

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search