PO
EN

Niðurstöður úr forvali VG í Suðurkjördæmi

Deildu 

10.-12. apríl fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Suðurkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti  Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 

2. sæti  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti

3. sæti  Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti

4. sæti  Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti

5. sæti  Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti

8 voru í framboði

Á kjörskrá voru 671

Atkvæði greiddu 456

Kosningaþáttaka var 68%   

Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru enginn

Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Nánari upplýsingar Sæmundur Helgason, formaður kjörstjórnar, 894-0524 eða Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs, 8946435

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search