PO
EN
Search
Close this search box.

Norðurþing og skólamötuneyti

Deildu 

Af gefnu tilefni skal það áréttað að V-listi Vinstri-grænna og óháðra í Norðurþingi hefur ekki á stefnuskrá sinni að leggja til samdrátt á neyslu kjötvara í skólamötuneytum sveitarfélagsins. Almennt hefur vel gengið við rekstur skólamötuneyta í Norðurþingi undanfarin ár og í sumum þeirra er rík hefð fyrir samstarfi við bændur og ræktendur á nærsvæði skóla um öflun fyrsta flokks fæði til matargerðar.

Á hinn bóginn mun V-listi í Norðurþingi taka til umræðu á sínum vettvangi á næstunni möguleika til frekari úrbóta. T.a.m. með því að…

a) … draga úr notkun og innkaupum matvæla sem útheimta flutning um langan veg,
b) … auka notkun og innkaup matvæla sem fáanleg eru og framleidd á umhverfisvænan og mannúðlegan máta í nágrenni skólanna,
c) … draga frekar úr matarsóun,
d) … tryggja valkosti fyrir ólíkar þarfir og óskir fjölskyldna/nemenda.

(Myndin er frá Öxarfjarðarskóla, þar sem rekið er afbragðsgott mötuneyti fyrir grunn- og leikskólabörn)

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search