Norrænu Vinstri grænu flokkarnar hafa lagt til að Norðurlöndin eigi í sameiningu að taka við fleiri kvótaflóttamönnum og einnig fleiri hælisleitendum. Jafnframt er lagt til að börn sem eru fylgdarlaus á flótta fái hæli til frambúðar í ríkjunum og að ríkisstjórnir Norðurlandanna vinni saman að endurskoðun á ákvæðum Dyflinnar-reglugerðarinnar.
Í tillögunni er vístað í tölur Flóttamannamiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) um fjölgun flóttafólks á milli ára. Það sem af er ári hafa 1,4 milljónir hrakist á flótta sem er 17% fjölgun milli ára. Ástæðurnar eru einkum stríð og átök í ríkjum eins og Austur-Kongó, Sýrlandi og Suður-Súdan. Af þeim 68,5 milljónum sem eru á flótta vegna stríðs, átaka og ofsókna í heimalandinu eru 28 milljónir barna.