Search
Close this search box.

Ný matvælastefna í blíðu og stríðu

Deildu 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn kom eins og þruma úr heið­skíru lofti fyrir flest okk­ar. Og fram­tíðin hefur þannig oftar en ekki læð­st  aftan að heim­inum í smáu sem stóru. Dæmin eru mörg um afspyrnu lélega spá­dóma: Neville Chambar­la­in, for­sæt­is­ráð­herra Breta, boð­aði „frið um vora tíma” eftir að hafa gert frið­ar­samn­ing við Hitler. Fólk hélt að tölvu­póstur myndi útrýma papp­írnum og að bitcoin myndi gera seðla­banka úrelta. Eitt sinn var það sett í stefnu rétt fyrir banka­hrun að Ís­land gæti orðið að alþjóð­legri fjár­mála­mið­stöð. Hver vill lenda í slíku aft­ur?

Mark­tæk stefnu­mótun

Ég hafði þetta meðal ann­ars á bak­við eyrað í störfum nefndar sem fékk það hlut­verk að móta mat­væla­stefnu fyrir Ísland. Stefnan sem varð til í þess­ari vinnu var kynnt í gær. Þó að mat­væla­stefnan sé birt í miðjum far­aldri þá var hún samt að uppi­stöðu mótuð á þeim tíma sem heims­far­aldur var eitt­hvað upp úr sögu­bókum eða vís­inda­skáld­sög­um. Þegar áður­nefndur far­aldur setti líf heims­byggð­ar­innar úr skorðum var ákveðið að nema staðar og skoða stefn­una sér­stak­lega til þess að greina hvort þyrfti að end­ur­skoða drögin í ljósi far­ald­urs­ins. Raunin varð sú að þess gerð­ist ekki þörf. Við höfðum rætt mik­il­vægi mat­væla- og fæðu­ör­yggis í hópnum og þau drög sem lágu fyrir tóku þegar mið af slíkum grunn­at­rið­um.AUGLÝSINGÞó að eng­inn okkar í hópnum hefði spáð fyrir um kór­ónu­krís­una, þá hélt stefnan sam­t. Þannig þarf mark­tæk stefnu­mótun að vera. Hún þarf að vera í takti við þær áskor­anir sem fyrir eru, vera raun­hæf og sjálf­bær, en fyrst og fremst þarf hún að halda áfram að vísa veg­inn þó að fram­tíðin sé óráð­in. 

Mat­væli eru meira en „bara” leið til að halda sér ofan moldu. Senni­lega er fátt sem maður eyðir meiri tíma í um ævina heldur en að leita að upp­skrift­um, kaupa í mat­inn, elda og njóta mat­ar­ins með fjöl­skyldu og vin­um. Mat­væla­stefnan fjallar um öll stig, frá fram­leiðslu til neyslu. Hún tengir saman mis­mun­andi mark­mið og áskor­an­ir. Hún tvinnar saman lýð­heilsu og fæðu­ör­yggi. Hún tekst á við tengsl fjalla­lambs­ins og ísfisk­s­tog­ar­ans. 

Lofts­lags­rofið stærsta verk­efnið

Ég vona að tím­inn muni leiða í ljós að við höfum oftar haft rétt fyrir okkur en rangt þegar þessi mat­væla­stefna mætir fram­tíð­inni á förnum vegi. Atriði sem ég tel víst að muni stand­ast tím­ans tönn er það að laga mat­væla­fram­leiðslu að kolefn­is­hlut­leysi. Lofts­lags­rofið sem við upp­lifum er að mínu mati stærsta ein­staka verk­efni mann­kyns­ins. Ísland getur þar orðið sýni­dæmi fyrir aðrar þjóðir um hvað sé hægt að ger­a. 

Á meðan það eru ein­staka kola­ver í heim­inum sem losa meira koldí­oxíð heldur en Ísland gerir í heild sinn­i,- það er að segja fram­leiðsla, neysla og eld­fjöll, – þá er auð­velt að fyll­ast sinnu­leysi og gera ekki neitt þar sem okkar við­leitni skiptir litlu. En Íslend­ingar eru ekki vanir því að fyll­ast von­leysi gagn­vart ógn­ar­stórum verk­efn­um. Það hefur glíman við kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn sann­að. ­Skrif­aðar hafa verið lærðar greinar um hvaða lær­dóm megi draga af því hvernig Íslend­ingar hafa tek­ist á við sjúk­dóm­inn með sam­stöðu og vís­indi að vopni. Lofts­lags­rofið gerum við bæri­legt með sömu með­ul­u­m. 

Látum stefn­una visa veg­inn

Margar greinar í mat­væla­fram­leiðslu geta dregið veru­lega úr los­un. Það hefur sjáv­ar­út­veg­ur­inn gert með því að fjár­festa í spar­neytn­ari skipum og land­bún­að­ur­inn með því að stór­auka afköst, það er að segja með því að fækka grip­unum sem þarf til að fram­leiða sama magn vöru. En los­unin verður ekki núll í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, heldur þarf einnig að koma til stór­felld bind­ing á kolefni. Sú bind­ing getur verið í hvaða formi sem er, hvort sem það er með skóg­rækt, land­græðslu eða end­ur­heimt vot­lend­is. Eða með aðferðum sem kunna að upp­götvast á næstu árum. Nátt­úru­vís­inda­mað­ur­inn í mér er sann­færður um að nátt­úran hafi að geyma meiri visku en mað­ur­inn. Með millj­óna ára þró­un­ar­vinnu að baki er ljóstil­lífun lík­leg­ast hag­kvæm­asta leiðin til að fanga kolefni úr lofti. Aðlaga þarf umhverfi mat­væla­fram­leiðslu að kröf­unum um kolefn­is­hlut­leysi, þannig að hvatar séu fyrir árangri í lofts­lags­mál­u­m. 

Ég tel að við getum náð for­skoti með því að ein­henda okkur í þá vinnu að gera mat­væla­fram­leiðsl­una okkar kolefn­is­hlut­lausa. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn sækir hærra afurða­verð m.a. á grund­velli vott­ana um sjálf­bæra nýt­ingu fiski­stofna. Við munum þurfa að gæta vel að vís­ind­unum í þeirri veg­ferð og forð­ast snáka­ol­íu­sölu­menn. Með því að byggja sam­hliða upp inn­við­ina fyrir full­kom­inn rekj­an­leika afurða og nýta tækni til þess að gera eft­ir­lit skil­virkara, ódýr­ara og örugg­ara, eru allar for­sendur fyrir því að við getum náð langt í þessum efn­um. 

Nú getum við látið stefn­una vísa veg­inn og lagt af stað.

Höf­undur er skip­aður án til­nefn­ingar í verk­efn­is­stjórn um mótun mat­væla­stefnu fyrir Ísland.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search