PO
EN

Ný stjórn og ályktað gegn jarðauppkaupum

Deildu 

Ný stjórn var kosin á aðalfundi VG í Árnessýslu.  Í stjórn fyrir næsta ár voru kosin Almar Sigurðsson formaður, Sigurður Torfi Sigurðsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Margrét Magnúsdóttir, Guðbjörg Grímsdóttir og Anna Jóna Gunnarsdóttir.  Í umræðum um stjórnmálaástandið voru fundarmenn almennt sammála um að  þingmenn og ráðherrar Vinstri grrænna í ríkisstjórn væru að standa sig vel. Almar Sigurðsson formaður félagsins stiklaði á stóru um starfið á síðasta ári og úrslit sveitarstjórnarkosninganna og lagði áherslu á að félagsmenn lærðu af þeirri reynslu. Fundað var nokkuð oft á síðasta ár og í fundargerðum eru margar góðar hugmyndir sem stefnt er að koma í framkvæmd. Rekstur ársins 2018 gekk vel og er félagið ágætlega statt fjárhagslega. Margrét Magnúsdóttir lét af gjaldkerastarfi og var hanni þakkað sérstaklega fyrir hennar framlag en hún hefur haldið utanum fjármál félagsins síðastliðin 13 ár.

Aðalfundurinn ályktaði um jarðauppkaup erlendra auðmanna. 

Aðalfundur Vinstri grænna í Árnessýslu haldinn 30. apríl 2019 lýsir áhyggjum sínum á jarðauppkaupum erlendra auðmanna á Íslandi. Við skorum á þingmenn og ráðherra Vinstri grænna að bregðast við þessu strax og stuðla að lagasetningu þess efnis að þetta sé gert ómögulegt. Stöðva verður strax þessa söfnun erlendra auðmanna á íslenskum bújörðum og íslenskum auðlindum.
Samþykkt samhljóða.

Ný stjórn Vinstri grænna í Árnessýslu:
Frá vinstri. Guðbjörg Grímsdóttir meðstjórnandi, Sigurður Torfi Sigurðsson gjaldkeri, Margrét Magnúsdóttir meðstjórnandi, Anna Jóna Gunnarsdóttir meðstjórnandi og Almar Sigurðsson formaður.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search