Search
Close this search box.

Ný stjórn VG á Suðurnesjum og opinn fundur með varaformanni VG

Deildu 

Aðalfundur VG á Suðurnesjum var haldinn í gærkvöld. Hólmfríður Árnadóttir var kosin formaður og tekur hún við af Dagnýju Öldu Steinsdóttur sem gegnt hefur embættinu síðustu árin. Að loknum aðalfundi var haldinn opinn umræðufundur með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra og varaformanni VG. VG á Suðurnesjum er fyrsta félagið sem varaformaðurinn heimsækir eftir að hann var kjörinn á landsfundi VG nú nýlega. Fundurinn var líflegur og umræður snerust að talsverðu leyti um umhverfismál og náttúruvernd, þótt margt fleira bæri á góma. Í ræðu sinni talaði Guðmundur Ingi um loftslagsvandann, miðhálendisþjóðgarð, friðlýsingar á Reykjanesi, landvörslu, matarsóun og sorpmál svo eitthvað sé nefnt. Sveitarstjórnarmenn og íbúar á svæðinu spurðu út í fjölmörg mál, sem varða nærsamfélagið, en einnig var spurt um Samherjamálið og mengandi starfsemi í Helguvík og áhyggjur íbúanna af þeim áformum. Dagný Alda Steinsdóttir, fráfarandi formaður VG á Suðurnesjum stýrði fundi.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search