Search
Close this search box.

Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Deildu 

Fram­tíð­ar­sýnin þarf að vera skýr: Sjálf­bær nýt­ing auð­linda, þar sem hugað er að góðri nýt­ingu hrá­efna og löngum end­ing­ar­tíma vöru strax við hönnun og fram­leiðslu. Ný úrgangs­stefna inn­leiðir kerfi sem ýtir undir deili­hag­kerf­ið, við­gerð­ir, end­ur­notkun og end­ur­vinnslu. Hún ýtir undir að við umgöng­umst úrgang sem verð­mæti sem hægt er að búa til eitt­hvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrás­ar­hag­kerfi, þar sem hrá­efnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hag­kerfi þarf að koma á í stað línu­legs fram­leiðslu­ferl­is, þar sem vörur eru not­að­ar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan ein­fald­lega hent. Hættum slíkri sóun.

Komum á hringrás­ar­hag­kerfi

En til þess að hringrás­ar­hag­kerfið verði að veru­leika þarf að gera breyt­ingar á gang­verk­inu; gera íslenskt sam­fé­lag að end­ur­vinnslu­sam­fé­lagi. Í því miði þarf að setja fram efna­hags­lega hvata, skýrar reglur og ábyrgð og auka fræðslu. Í gær lagði ráðu­neyti mitt drög að stefnu um með­höndlun úrgangs í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, þar sem settar eru fram 24 aðgerðir í átt að hringrás­ar­hag­kerfi. Á yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þingi verður frum­varp um breyt­ingar á úrgangs­lög­gjöf­inni lagt fram á Alþingi. Und­ir­bún­ingur að stefn­unni og frum­varp­inu hefur staðið yfir í á þriðja ár hjá Umhverf­is­stofnun og í ráðu­neyt­inu.

Minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Mark­mið nýrrar stefnu er að hringrás­ar­hag­kerfi verði virkt, dregið verði veru­lega úr myndun úrgangs, end­ur­vinnsla aukin og urðun hætt. Um leið myndi draga veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá með­höndlun úrgangs, sem styður við alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar og mark­mið Íslands um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Fram­tíð­ar­sýnin er sú að Ísland verði meðal leið­andi þjóða í lofts­lags­málum og sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda til hags­bóta fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. 

Rót­tækra breyt­inga er þörf

Magn heim­il­is­úr­gangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem ger­ist meðal EES-­ríkja og er end­ur­vinnsla heim­il­is­úr­gangs of lítil og of mikið af honum urð­að. Þessu verðum við að breyta hið snarasta, því við erum að sóa verð­mætum með því að henda of miklu og end­ur­vinna of lít­ið, auk þess sem urð­unin veldur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og skiptir því máli í lofts­lags­bók­haldi Íslands. Ný úrgangs­stefna miðar að því að breyta þessu.  

Skyldum flokkun og bönnum urðun

Af aðgerð­unum 24 sem settar eru fram í stefn­unni er stefnt að því að 12 verði lög­festar strax á þessu ári. Þetta eru meðal ann­ars aðgerðir sem ganga út á að skylda flokkun úrgangs frá heim­ilum og fyr­ir­tækj­um, sam­ræma merk­ingar fyrir mis­mun­andi gerðir af úrgangi, safna líf­rænum úrgangi sér og einnig plasti, pappír og pappa, gleri, textíl og spilli­efn­um. Þannig verða þessir úrgangs­straumar sem hrein­astir og henta því betur til end­ur­vinnslu. Jafn­framt verði bannað að urða þessar mis­mun­andi teg­undir af úrgangi sem safnað er sér­stak­lega. 

Borgum minna ef við flokkum og end­ur­vinnum

Með aðgerðum í stefn­unni  verða líka inn­leiddir efna­hags­legir hvatar þannig að neyt­endur og fyr­ir­tæki borgi fyrir það sem þau henda og borgi minna fyrir það sem fer til end­ur­vinnslu en til urð­un­ar. Einnig verður lagt til að allar umbúðir og ýmsar vörur úr plasti verði færðar undir fram­lengda fram­leið­enda­á­byrgð. Það þýðir að fram­leið­endur og inn­flytj­endur fjár­magna og tryggja með­höndlun vör­unnar þegar hún er orðin að úrgangi, í stað þess að neyt­endur beri kostn­að­inn. Þá verða gerðar ráð­staf­anir til þess að hefja löngu tíma­bæra end­ur­vinnslu á gler­i. 

Stuðn­ingur við  end­ur­vinnslu

Mik­il­vægur þáttur í bættri með­höndlun á úrgangi er að bæta töl­fræði yfir úrgang og að tryggja að úrgangur sem fluttur er úr landi endi í við­eig­andi með­höndl­un. Þá er í stefnu­drög­unum gert ráð fyrir sér­stökum stuðn­ingi við heima­jarð­gerð og við upp­bygg­ingu inn­viða sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja sem styðja við end­ur­vinnslu, ekki síst hér­lend­is. Jafn­framt er í drög­unum að finna aðgerðir sem styðja eiga sér­stak­lega við sveit­ar­fé­lög við að inn­leiða bætta úrgangs­stjórn­un.  

Skýr fram­tíð­ar­sýn

Fram­tíð­ar­sýnin er skýr: Að nýta auð­lindir miklu bet­ur, sóa minna og búa til verð­mæti og nýjar vörur úr úrgangi. Þetta er mik­il­vægur hluti hringrás­ar­hag­kerfis sem ný úrgangs­stefna inn­leið­ir. Ég hvet sem flesta til að senda inn athuga­semdir við drögin.  

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search