EN
PO
Search
Close this search box.

Nýr samningur við HL-stöðina um endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga

Deildu 

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og HL-stöðvarinnar í Reykjavík um endurhæfingu hjarta- og lungnasjúklinga. Samningurinn er gerður í framhaldi af eldri samningi frá árinu 2017 og gildir til 31. mars 2022. Áætlaður árlegur kostnaður við samninginn er um 60 milljónir króna. Samningurinn kveður á um sérhæfða endurhæfingu og felst í þjálfun sjúklinga undir eftirliti, auk fræðslu og ráðgjöf sjúkraþjálfara og lækna.

„Endurhæfing á að vera ríkur þáttur í heilbrigðisþjónustu við landsmenn því um mikilvægi hennar verður ekki deilt. Fyrst og fremst er hún mikilvæg fyrir einstaklinga sem njóta hennar til að endurheimta eða auka færni í kjölfar sjúkdóma eða annarra áfalla eða til að fyrirbyggja færniskerðingu eftir því sem það á við. Þessi afstaða til mikilvægi endurhæfingar endurspeglast í aðgerðaáætlun um endurhæfingu til fimm ára sem ég kynnti í lok síðasta árs. Ég fagna þessum samningi“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

HL stöðin er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 1989 af Landssamtökum hjartasjúklinga, Sambandi íslenskra berklasjúklinga og Hjartavernd.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search