EN
PO
Search
Close this search box.

Nýtt ráðuneyti matvæla

Deildu 

Um mánaðamót­in næst­kom­andi tek­ur til starfa mat­vælaráðuneyti, sem bygg­ir á grunni þeirra mál­efna sem heyrðu und­ir sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu. Auk mál­efna sjáv­ar­út­vegs, land­búnaðar, mat­væla­ör­ygg­is og fisk­eld­is munu mál­efni skóga, skóg­rækt­ar og land­græðslu flytj­ast til mat­vælaráðuneyt­is­ins.

Í nýju mat­vælaráðuneyti gefst tæki­færi til að fjalla um tæki­færi og áskor­an­ir ís­lenskr­ar mat­væla­fram­leiðslu til framtíðar í víðu sam­hengi, og jafn­framt leggja áherslu á það að mat­væla­fram­leiðsla styðji í enn meira mæli en áður við lofts­lags­mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar og mik­il­vægi sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar á auðlind­um lands og hafs. Tæki­færi til að styrkja sam­keppn­is­hæfni og verðmæta­sköp­un ís­lenskra fram­leiðenda þarf að full­nýta, til dæm­is með efl­ingu ný­sköp­un­ar og rann­sókna á mál­efna­sviði ráðuneyt­is­ins.

Verk­efni á sviði skóg­rækt­ar og land­græðslu tengj­ast land­búnaði og land­nýt­ingu á marg­an hátt, sem og lofts­lag­verk­efn­um í land­búnaði, og með til­færslu mál­efna skóg­rækt­ar og land­græðslu til mat­vælaráðuneyt­is skap­ast tæki­færi til að auka um­fang og bæta ár­ang­ur lofts­lags­verk­efna á þess­um sviðum. Verk­efna­flutn­ing­ur­inn styður þannig við stór mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um sam­kvæmt stjórn­arsátt­mál­an­um.

Skóg­rækt­in veit­ir fram­lög til skóg­rækt­ar á lög­býl­um og nauðsyn­lega þjón­ustu tengda þeim, rek­ur þjóðskóg­ana sem eru vett­vang­ur fjölþættra skóg­arnytja og skipu­legg­ur skóg­rækt á landsvísu í sam­ráði við sveit­ar­fé­lög og aðra hagaðila í formi landsáætl­un­ar og lands­hluta­áætl­ana í skóg­rækt. Skóg­rækt­in stund­ar einnig rann­sókn­ir í þágu skóg­rækt­ar, veit­ir ráðgjöf og fræðslu. Land­græðslan vinn­ur að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðing­ar, gróðureft­ir­liti og gróður­vernd. Hún veit­ir fræðslu og ann­ast rann­sókn­ir og þró­un­ar­starf, tengt sjálf­bærri land­nýt­ingu.

Meðal helstu verk­efna í skóg­rækt og land­græðslu er að huga að því hvernig stuðlað verði að auk­inni bind­ingu kol­efn­is í gróðri og jarðvegi og komið í veg fyr­ir los­un í sam­ræmi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands en aðkoma stofn­ana rík­is­ins hef­ur einkum fal­ist í að þróa vott­un­ar­kerfi fyr­ir skóg­rækt.

Íslensk­ur land­búnaður, sjáv­ar­út­veg­ur og fisk­eldi mynda þunga­miðjuna í inn­lendri fram­leiðslu mat­væla og hafa mik­il og sterk tengsl við at­vinnu fólks­ins í land­inu. Með ráðuneyti mat­væla gefst tæki­færi til að leggja áherslu á mat­væla­fram­leiðsluna, ný­sköp­un og efl­ingu lofts­lags­mála og bæta þar með lífs­skil­yrðin í land­inu okk­ar enn frek­ar. Mark­miðið er að hér sé gott að búa og starfa, þannig að hér ríki vel­sæld og jöfnuður og að þannig verði það áfram fyr­ir kyn­slóðir framtíðar­inn­ar.

Höf­und­ur: Svandís Svavars­dótt­ir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search