EN
PO
Search
Close this search box.

Nýtt samfélag og fjárhagur ríkisins

Deildu 

Framtíðarnefnd forsætisráðherra skoðar þróun ákveðinna samfélagslegra þátta og áhrif þeirra á fjárhagsstöðu ríkisins til lengri tíma. Meðal þess sem verið er að skoða er atvinnuþróun og að hvaða marki fjórða iðnbyltingin mun hafa áhrif á lykilatvinnuvegi og tækifæri til uppbyggingar. Einnig er verið að horfa til mannfjöldaþróunar, bæði hvernig samsetning íbúa og fólksfjölgun mun hafa áhrif á útgjöld og tekjur hins opinbera á hinum ýmsu sviðum, s.s. velferðarkerfið.

Nefndin hefur tekið saman lýsingu á viðfangsefninu og sett fram spurningar í samráðsgáttina þar sem almenningi og hagsmunaaðilum gefst kostur á að setja fram sín sjónarmið um þróun þeirra meginstrauma sem koma til með að hafa áhrif á samfélagið til framtíðar.

Sjá nánar á samráðsgátt

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search