Search
Close this search box.

Öflugra heilbrigðiskerfi

Deildu 

Heil­brigðismál­um er skipaður stór sess í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Fjallað er um þau í fyrsta hluta fyrsta kafla sátt­mál­ans, Sterkt sam­fé­lag, þar sem seg­ir meðal ann­ars að all­ir lands­menn eigi að fá notið góðrar þjón­ustu, óháð efna­hag og bú­setu. Þar seg­ir líka að rík­is­stjórn­in muni full­vinna heil­brigðis­stefnu fyr­ir Ísland, fram­kvæmd­ir við nýj­an meðferðar­kjarna Land­spít­ala muni hefjast á kjör­tíma­bil­inu og heilsu­gæsl­an verði efld.

Nú þegar um það bil ár er eft­ir af kjör­tíma­bili sitj­andi rík­is­stjórn­ar er ánægju­legt að geta sagt frá því að fyrr­nefnd­um mark­miðum varðandi heil­brigðis­stefnu, bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir við Land­spít­ala og efl­ingu heilsu­gæsl­unn­ar hef­ur þegar verið náð. Þess­um mark­miðum og fleiri mik­il­væg­um mark­miðum í heil­brigðismál­um hef­ur okk­ur tek­ist að ná í krafti þess að fjár­fram­lög til heil­brigðismála hafa auk­ist jafn og þétt á kjör­tíma­bil­inu.

Á kjör­tíma­bil­inu hingað til, þ.e. á ár­un­um 2017-2021, hafa út­gjöld til heil­brigðismála hækkað um 73,8 millj­arða króna. Það er sam­tals um 37,7% hækk­un til mála­flokks­ins á þessu ára­bili, reiknað á verðlagi hvers árs. Reiknað á áætluðu föstu verðlagi árs­ins 2020 nem­ur hækk­un­in um 43 millj­örðum króna. Það er um 19% raun­hækk­un, það er hækk­un um­fram verðlags­breyt­ing­ar. Töl­urn­ar sem byggt er á í þess­um út­reikn­ingi fyr­ir árið 2021 eru byggðar á drög­um að frum­varpi til fjár­laga árs­ins 2021 á verðlagi árs­ins 2020.

Ef hækk­un fjár­fram­laga til mála­flokks­ins er sett í sam­hengi við íbúa­fjölda hafa þau hækkað um rúm­lega 70.000 krón­ur á hvern íbúa á föstu verðlagi, eða um 10,6% á þessu tíma­bili. Þegar ein­stak­ir mála­flokk­ar sem heyra und­ir heil­brigðisráðuneytið eru skoðaðir má til dæm­is nefna að fram­lög til heilsu­gæslu hafa auk­ist um rúm 23% á ár­un­um 2017-2021, á föstu verðlagi árs­ins 2020, fram­lög til al­mennr­ar sjúkra­húsþjón­ustu hafa hækkað um tæp 19% og fram­lög vegna hjálp­ar­tækja hafa hækkað um rúm 35%.

Útgjöld til heil­brigðismála á Íslandi nema ríf­lega fjórðungi út­gjalda rík­is­ins, og því er ljóst að sam­fara styrk­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins með aukn­um fjár­fram­lög­um verður að vera skýrt hvert við stefn­um og hvernig skal for­gangsraða verk­efn­um svo fjár­mögn­un þeirra sé tryggð. Heil­brigðis­stefn­an sem nú hef­ur verið samþykkt á Alþingi er mik­il­vægt leiðarljós fyr­ir okk­ur öll í þeirri veg­ferð, og styrk­ir okk­ur þar af leiðandi í því að efla heil­brigðis­kerfið þannig að all­ir lands­menn fái notið góðrar heil­brigðisþjón­ustu í öfl­ugu heil­brigðis­kerfi, óháð efna­hag og bú­setu.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search