Search
Close this search box.

Ok skiptir heiminn máli

Deildu 

Eyja­fjalla­jök­ull er sjötti stærsti jök­ull Íslands og öðl­að­ist heims­frægð með eld­gos­inu árið 2010. Askan úr gos­inu lam­aði flug­um­ferð í Evr­ópu og frétta­menn um allan heim reyndu sitt besta við að bera fram þetta langa og lítt þjála örnefni, íslensku­mæl­andi fólki til tals­verðrar skemmt­un­ar. Íslenski jök­ull­inn Ok, sem ber nafn sem flestir geta hæg­lega borið fram, hefur hingað til verið minna þekkt­ur.

Nema að Ok er ekki lengur jök­ull.

Ísbreiðan sem áður þakti þetta svæði og taldi um 15 fer­kíló­metra að flat­ar­máli er nú horfin og hennar í stað er komið nýjasta og hæsta stöðu­vatn lands­ins sem hefur hlotið nafnið Blá­vatn. Þar er vissu­lega fal­legt umhorfs, vatnið umkringt fönnum í fjalla­sal, en feg­urð vatns­ins er blandin trega í hugum þeirra sem vita hvað var þarna áður og hvers vegna það er horf­ið. Hvarf Okjök­uls er skýr birt­ing­ar­mynd hnatt­rænnar hlýn­un­ar, birt­ing­ar­mynd þess sem ekki verður við­snú­ið. 

Á morg­un, 18. ágúst, fer ég ásamt hópi lista­manna og vís­inda­manna að kveðja Ok. Með í för verður Mary Robin­son, fyrrum for­seti Írlands, fyrrum mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna og bar­áttu­kona fyrir lofts­lags­rétt­læti. Við athöfn­ina verður afhjúp­aður minn­ing­ar­skjöldur sem á er letrað:

„Ok er fyrsti nafn­kunni jök­ull­inn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar lands­ins fari sömu leið. Þetta minn­is­merki er til vitnis um að við vitum hvað er að ger­ast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitt­hvað.“ 

Athöfnin á Kalda­dal skiptir okkur máli hér heima en hún skiptir heim­inn líka máli. 

Jöklar þekja um 11% af flat­ar­máli Íslands og eru eins konar sýni­legir loft­hita­mæl­ar. Þeir hafa vaxið og hopað á sögu­legum tíma; urðu lík­lega stærstir í kringum 1890 en hafa skroppið saman með nokkrum skrykkjum síðan þá. Hop­unin hefur verið sér­lega hröð síðan um síð­ustu alda­mót. Innan örfárra ára­tuga hverfur Snæ­fells­jök­ull að óbreyttu. Í stuttu máli má segja að ísinn sé að hverfa frá Íslandi.

Nýtt lands­lag birt­ist þegar jökl­arnir hverfa. Það er kannski heill­andi og fag­urt á sinn hátt og er þá nokkur skaði skeð­ur? Eigum við að setja söknuð þeirra sem njóta jökla­sýnar hátt á lista yfir vanda­mál fram­tíð­ar­inn­ar?

Ef breytt lands­lag væri eina afleið­ingin sem þyrfti að takast á við væri málið öllu ein­fald­ara en vand­inn ristir auð­vitað dýpra en það. Íslaust Ísland er áhyggju­efni fyrir heims­byggð­ina og vand­inn er ekki bund­inn við landið okkar með sínu kulda­lega nafni. Jöklar bráðna um allan heim og hækka sjáv­ar­borð. Jöklar í Himala­ja­fjöllum eru vatns­forða­búr fjórð­ungs mann­kyns. Nátt­úru­leg ferli riðl­ast með hvarfi jökla. Þiðnun sífrera leysir úr læð­ingi ógrynni gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ar­innar met­ans, Bráðnun jök­ul­hvela á Græn­landi og Suð­ur­skauts­land­inu myndi til lengdar geta hækkað sjáv­ar­borð jarðar umtals­vert. Vís­inda­menn hafa ekki getað sagt til um hvenær bráðn­unin verði komin á það stig að verða óaft­ur­kræf.

Hækkun sjáv­ar­borðs ógnar sam­fé­lögum manna frá Flór­ída til Bangla­desh, Sjanghæ til Lund­úna. Ef losun yrði stöðvuð með öllu í dag væri samt of seint að bjarga háfjalla­jöklum í hita­belt­inu, eins og í And­ers fjöll­unum og í aust­ur­hluta Afr­íku. Ef hlýnun helst undir 1,5°C tæk­ist lík­lega að bjarga ein­hverjum jöklum á milli hita­belt­is­ins og heim­skauta­svæð­anna, en tæp­ast nokkrum ef hlýn­unin nær 2°C. Flestir hinna 200.000 jökla jarðar munu fylgja dæmi Oks og hverfa vegna hlýn­unar and­rúms­lofts­ins, nema við grípum til aðgerða og það hratt og örugg­lega.

Við eigum góða mögu­leika á að afstýra verstu hugs­an­legu hörm­ungum eins og bráðnun Græn­lands­jök­uls ef við náum að halda hlýnun innan við 1,5°C. Lík­urnar minnka veru­lega ef hlýn­unin nær 2°C og fram­tíð­ar­myndin verður ansi dökk ef hita­stigið hækkar umfram það. Við þurfum að bregð­ast við varn­að­ar­orðum vís­inda­manna, sem koma skýr­ast fram í skýrslum Milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna, en ný skýrsla hennar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á höfin og freð­hvolfið kemur út í næsta mán­uði. Við verðum að setja meiri kraft í aðgerðir til að draga úr losun og fjar­lægj­ast með því hættu­leg mörk þar sem breyt­ingar verða óaft­ur­kræfar og óstöðv­andi.

Sem for­sæt­is­ráð­herra hef ég lagt þunga áherslu á að Ísland leggi sitt af mörkum í loft­lags­mál­um. Við stefnum að kolefn­is­hlut­leysi fyrir 2040, í síð­asta lagi, og vinnum nú að fram­kvæmd fyrstu full­fjár­mögn­uðu aðgerða­á­ætl­unar Íslands í lofts­lags­mál­um. Ísland stendur fram­ar­lega hvað varðar end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og nú þarf sú þróun að ná til sam­göngu­flot­ans. Við höfum boðað bann á inn­flutn­ingi bíla sem eru knúnir jarð­efna­elds­neyti eftir 2030.AUGLÝSING

Loftslagsvánni verður ekki mætt nema með öfl­ugu sam­starfi þjóða. Áhersla okkar á það kemur ekki síst fram í Norð­ur­skauts­ráð­inu þar sem Ísland gegnir nú for­mennsku og veitir braut­ar­gengi verk­efnum sem miða að því að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ingum á Norð­ur­slóð­u­m. 

Mann­rétt­indi, félags­leg rétt­læti og jafn­rétti kynj­anna eru sam­tengd lofts­lags­málum og allar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum verða að taka mið af því. Því við vitum að lofts­lags­breyt­ingar koma verr niður á fátækum en ríkum og snerta konur á annan hátt en karla. Ísland hefur kallað eftir að kynja­sjón­ar­mið verði fléttuð inn í lofts­lags­stefnur á alþjóða­vísu, m.a. í starfi Lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna. Á heims­vísu sjá konur í miklum mæli um umönnun barna og aldr­aðra og þar á meðal um öflun fæðu og vatns. Flóð og þurrkar hafa fyrir vikið marg­falt meiri áhrif á konur og lífslíkur þeirra og lífs­gæð­i. 

Í dag minn­umst við Okjök­uls. Á sama tíma sendum við skýr skila­boð um að við ætlum ekki að kveðja alla jökla heims í kjöl­far­ið. Stór ríki sem smá, atvinnu­líf og stjórn­völd, ein­stak­lingar og sam­fé­lög: við þurfum öll að leggja okkar af mörk­um. Við sjáum hvað er að ger­ast og við hvað þarf að gera. Hjálp­umst að til að halda ísnum á Ísland­i. 

Höf­undur er for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Greinin birt­ist fyrst í New York Times í dag en var þýdd til birt­ingar í Kjarn­an­um.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search