Search
Close this search box.

Opið og öruggt samfélag

Deildu 

Nú hafa tekið gildi nýj­ar regl­ur um komu fólks til Íslands vegna Covid-19-far­ald­urs­ins. Síðastliðinn mánu­dag, 15. júní, bætt­ist við sá val­mögu­leiki að fara í sýna­töku við landa­mæri ef skil­yrði fyr­ir sýna­töku eru upp­fyllt en áður höfðu all­ir sem komu til lands­ins þurft að fara í sótt­kví í 14 daga. Sótt­varn­a­regl­ur þarf að hafa í huga og mik­il­vægt er að við hlöðum öll niður smá­for­rit­inu, Rakn­ing C-19. Á heimasíðunni covid.is er að finna góðar leiðbein­ing­ar fyr­ir ferðalanga sem ég mæli með að sem flest kynni sér. Fyr­ir viku tók líka gildi frek­ari til­slök­un á sam­komu­banni. Fjölda­mörk á sam­kom­um hækkuðu úr 200 í 500 og tak­mark­an­ir á gesta­fjölda sund­lauga og lík­ams­rækt­ar­stöðva féllu niður.

Með þess­um nýj­um regl­um höld­um við áfram að draga úr sam­komutak­mörk­un­um og tök­um var­fær­in skref í átt að því að opna landið. Það er mik­il­vægt fyr­ir sam­fé­lagið að vera opið, öfl­ugt og virkt, en að við gæt­um þess á sama tíma að Covid-19 blossi ekki upp aft­ur. Nú munu ferðamann geta komið til lands­ins án þess að þurfa að vera í sótt­kví og þannig ger­um við landið okk­ar að eft­ir­sókn­ar­verðari áfangastað. Við sjá­um að lönd­in í kring­um okk­ur eru flest smám sam­an að opna sín landa­mæri og að mati sótt­varna­lækn­is er þessi leið sem við höf­um ákveðið að fara, að taka sýni á landa­mær­um lands­ins, skyn­sam­leg í ljósi sótt­varn­aráðstaf­ana.

Með góðri vinnu og dugnaði und­ir­bún­ingsaðila gekk vel að skipu­leggja og koma verk­efn­inu um sýna­töku á landa­mær­um af stað. Sýna­tak­an, grein­ing sýna, sam­skipti við ferðamenn og allt það fjöl­marga sem þarf að huga að í þessu sam­hengi hef­ur gengið ótrú­lega vel og þau sem hafa komið að þess­ari vinnu eiga þakk­ir skild­ar.

Hvert skref í tengsl­um við opn­un lands­ins þarf að stíga af var­færni og yf­ir­veg­un svo síður verði bak­slag. Hvert og eitt okk­ar þarf að muna að gæta áfram að sín­um eig­in sótt­vörn­um með því að virða eft­ir at­vik­um fjar­lægð milli fólks, þvo hend­ur, spritta, vera heima ef ein­kenni gera vart við sig og fara sér­staka­lega var­lega í ná­lægð við fólk sem er viðkvæmt fyr­ir veirunni. Þrátt fyr­ir að nú sé veir­an á al­gjöru und­an­haldi hér­lend­is meg­um við ekki gleyma því að hún get­ur blossað upp aft­ur. Með því að passa upp á ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir drög­um við úr lík­un­um á því að það ger­ist.

Verk­efn­inu er langt í frá lokið, og við verðum að vanda okk­ur áfram og sýna þol­in­mæði eins og við höf­um gert hingað til. Við ætl­um að opna sam­fé­lagið á var­fær­inn hátt og gæta þannig að því að sá góði ár­ang­ur sem hef­ur náðst í bar­átt­unni við veiruna glat­ist ekki. Hér eft­ir sem hingað til ger­um við það sam­an.

Svandís Svavars­dótt­ir, heilbrigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search