Stórfundur VG ráðherra og þingmanna hefur verið auglýstur á hótel KEA klukkan 17.00 síðdegis á morgun, fimmtudag. Fundinum er flýtt vegna boðaðs óveðurs á föstudag. VG ráðherrar og þingmenn hafa ferðast um landið með fríðu föruneyti undanfarna daga og haldið marga opna fundi fyrir fullu húsi víða um land. Skipt var í tvö lið og fór annað vesturleiðina norður, en hitt liðið fór austurleiðina og hélt fjölda opinna funda á austurhluta landsins. Á Hornafirði, Djúpavogi og Egilsstöðum. Á austurleið voru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Ari Trausti Guðmundsson. Í gærkvöld var fjölmennur fundur vesturleiðar á Blönduósi, með Katrínu Jakobsdóttur, formanni flokksins og þingmönnunum, Ólafi Þór Gunnarssyni, Kolbeini Proppé, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni kjördæmisins og Rósu Björk Brynjólfsdóttur.
Í kvöld eru fundirr á Siglufirði og Húsavík. Fundur á Siglufirði hefst klukkan 20.00 á Hótel Siglunesi. Og fundur á Húsavík er sömuleiðis klukkan 20.00 og hann verður hjá Stéttarfélaginu Framsýn.