Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn af þingflokki Vinstri grænna til að gegna stöðu þingflokksformanns. Orri Páll er nýr þingmaður hreyfingarinnar, hann var áður varaþingmaður.
Orri Páll tekur við formennskunni af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, sem verður varaformaður þingflokksins, en hún hefur setið á Alþingi frá 2013.
Bjarni Jónsson var valinn ritari þingflokks, Bjarni var áður varaþingmaður en tók sæti á Alþingi nú í haust.