Í dag, mánudaginn 25. nóvember tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé.
Orri Páll er aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra.
Orri Páll er er með B.Sc.-gráðu í vistfræði og náttúruvernd frá Lífvísindaháskóla Noregs (UMB), búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og stúdent af nýmálabraut Menntaskólans við Hamrahlíð.
Hann hefur verið varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2017.