PO
EN
Search
Close this search box.

Óvæntur fylgifiskur Covid-aðgerða

Deildu 

Í dag mæli ég fyr­ir breyt­ingu á lög­um um veiðigjöld sem fel­ur í sér að veiðigjöld skili u.þ.b. 2,5 millj­arði meira í rík­iskass­ann en áður á næsta ári, eða 9,5 millj­arða króna sam­tals. Þar af verður veiðigjald af upp­sjáv­ar­teg­und­um á borð við mak­ríl, síld, loðnu og kol­munna 2,3 millj­arðar í stað 700 millj­óna. Ástæðan fyr­ir því að ég tel nauðsyn­legt að ráðast í þessa breyt­ingu er óheppi­legt og ill­fyr­ir­sjá­an­legt sam­spil aðgerða sem samþykkt­ar voru fyr­ir at­vinnu­lífið í heims­far­aldri kór­ónu­veiru ann­ars veg­ar og veiðigjalda hins veg­ar. Að óbreyttu berg­mál­ar þessi íviln­un nú í reikni­stofni veiðigjalda þannig að minna sam­ræmi yrði á milli raun­veru­legr­ar af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins og inn­heimtra veiðigjalda, sér­stak­lega á upp­sjáv­ar­teg­und­um.

Veiðigjöld hafa sveifl­ast síðustu ár

Í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar var lög­um um veiðigjöld breytt þannig að út­reikn­ing­ar voru ein­faldaðir og teng­ing gjald­anna við af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja færð nær í tíma en áður var. Vegna þess að af­koma út­gerðar­inn­ar hef­ur verið með ágæt­um síðustu ár, hafa veiðigjöld skilað rík­is­sjóði á bil­inu 5-8 millj­örðum í tekj­ur. Þetta hef­ur gerst, þrátt fyr­ir að leyfi­leg­ur heild­arafli í okk­ar verðmæt­asta nytja­stofni, þorski, hafi dreg­ist sam­an um 24% síðan 2019, og að eng­in loðna hafi verið veidd árin 2019 og 2020. Fram­legð sjáv­ar­út­vegs­ins er sem sagt há, einkum hjá fyr­ir­tækj­um sem stunda upp­sjáv­ar­veiðar. Það er já­kvætt, enda er grein­in burðarás í ís­lensku at­vinnu­lífi.

Sam­ræmi milli veiðigjalda og af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins er afar mik­il­vægt fyr­ir alla. Miklu skipt­ir fyr­ir sátt um grein­ina að teng­ing­in milli af­komu henn­ar og inn­heimtra veiðigjalda sé skýr. Þessi teng­ing hef­ur einnig mikla þýðingu fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn sjálf­an, þannig að þegar vel árar greiði grein­in meira í okk­ar sam­eig­in­legu sjóði og minna þegar verr geng­ur. Enda var það gagn­rýnt við fyrri út­færslu veiðigjalda að liðir, sem höfðu lítið að segja um raun­veru­lega af­komu grein­ar­inn­ar, höfðu veru­leg áhrif á upp­hæð veiðigjalda.

Skýr teng­ing við af­komu er mik­il­væg

Sú breyt­ing sem ég mun mæla fyr­ir eyk­ur fyr­ir­sjá­an­leika með því að draga úr sveifl­um í hluta veiðigjald­anna. Þessi breyt­ing ger­ir það að verk­um að fyrn­ing­ar ein­stakra skipa hafa ekki leng­ur af­ger­andi áhrif á veiðigjöld í heil­um nytja­stofn­um.

Breyt­ing­in er mik­il­væg fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og stjórn­völd en með henni er fyrn­ing­un­um dreift á fleiri ár. Í þeirri stefnu­mót­un sem nú á sér stað í sjáv­ar­út­vegi, und­ir for­merkj­um „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“ verður síðan farið vand­lega yfir fyr­ir­komu­lag veiðigjalda og meðal ann­ars hvort til­efni sé til frek­ari breyt­inga.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search