Pólitík á tímum Covid-19 á erindi víða og stundum þörf á að líta yfir sviðið á þau skref sem næst eru tekin eftir þau fyrstu.
Til viðbótar við 15-milljarða aðgerðaráætlun (og þá sem þar á undan var komin fram – sk. Innviðir 2020 uppá marga tugi miljarða árlega innspýtingu v. hagsveiflunnar) hefur fjálaganefnd Alþingis náð saman um tæplega 4,5 MA viðbót fyrir árið 2020:
Allt frá uppbót til öryrkja til innspýtingar í heilbrigðiskerfið og nýsköpun og rannsóknir og skapandi greinar. Í aðgerðum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er að finna m.a. frestun á launhækkun til hópa í efstu lögum stjórnkerfis og stofnana eins og ákveðið var skv. almennri launaþróun þegar Kjararáð var lagt niður, tekjutengdur barnabótauki, reglur um ríkisábyrgð til handa fyrirtækjum (m.a. engar arðgreiðslur, fái fyrirtæki brúarlán – og sérstök eftirlitsnefnd). Áfram: Fjórir milljarðar í rekstur og frekari fjárfestingar í heilbrigðiskerfinu, einkum vegna covid-19-útgjalda, merkileg innspýting í nýsköpun og rannsóknir og til dæmis hressileg viðbót í samgönguáætlunina sem er vinnuaflsfrek (t.d. vegaframkvæmdir og framkvæmdir á KEF-flugvelli), ásamt viðbót í orkuskiptin og grænar lausnir – t.d. til langþráðra fráveituframkvæmda.
Í engu er þó látið staðar numið eftir því hvernig Covid-19 mál og efnahagsmál þróast enda várstjónun, sem þetta er, oftast og best unnin í takt við þróun krísunnar. Forystu VG ráðherra í mörgum málum, og hlut þingmanna VG í nefndum Alþingis, er óþarft að fela og þá í engu gert lítið úr tillögum og málaskilum hinna stjórnarflokkanna eða tillögum stjórnarandstöðunnar og afstöðu sem miðar í samstöðuátt um frumvörp, þingsályktanir og nefndarálit. Ég hvet alla til að kynna sér vel hvað felst í baráttunni gegn veiruskömminni og áhrifum hennar.