Search
Close this search box.

Ráðgjafastofa innflytjenda samþykkt á Alþingi

Deildu 

Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Kolbeins Óttarssonar Proppé og sjö annarra þingmanna Vinstri grænna um stofnun ráðgjafastofu innflytjenda. 49 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni en 7 þingmenn Miðflokksins greiddu atkvæði gegn henni. 

Samkvæmt tillögunni verður félagsmálaráðherra falið að koma á fót ráðgjafastofu innflytjenda en hlutverk hennar verði að bjóða upp á aðgengilega ráðgjöf og upplýsingar til innflytjenda um þjónustu, réttindi og skyldur. Ráðherra hafi náið samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og leiðandi sveitarfélög á sviði innflytjendamála um uppbyggingu og rekstur ráðgjafarstofunnar, Rauða krossinn, verkalýðshreyfinguna og önnur félagasamtök og stofnanir sem koma að málefninu.

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Kolbeinn Óttarson Proppé sem hafði eftirfarandi um málið að segja á facebook síðu sinni:

„Ég get ekki lýst því hve ánægður ég er með að tillaga mín um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda hafi verið samþykkt. Ég lagði hana fram í haust, ásamt fleirum úr þingflokki Vinstri grænna, og fyrr í dag var hún samþykkt. Ráðherra hefur nú verið falið að vinna áætlun um stofnunina, sem hann kynnir þinginu á þessu ári.

Við erum að vafstra í ýmsum málum á þingi, stórum og smáum, en þetta er eitt þeirra mála sem ég er stoltur af að hafa komið að. Það er mín bjargfasta trú að þessi stofnun, hvert sem fyirrkomulagið á henni verður, mun létta lífið hjá þeim fjölmörgu innflytjendum sem koma hingað til lands.

Markmið tillögunnar er að koma á fót miðlægri upplýsingastofu þar sem innflytjendur geta sótt allar þær upplýsingar um þjónustu, réttindi og skyldur sem auðvelda þeim að koma sér fyrir í nýju samfélagi.

Og nú hefur tillagan verið samþykkt og því styttist í að stofan taki til starfa.“

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search