PO
EN
Search
Close this search box.

Rafrænu forvali í NA-kjördæmi lýkur á miðnætti

Deildu 

Í dag er lokadagurinn til að taka þátt í rafrænu forvali í Norðausturkjördæmi. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt í forvalinu. Við vekjum athygli á því að kjörseðlar eru ekki sendir út sérstaklega til félaga í tölvupósti heldur þarf að opna kosningakerfið hér í gegnum forsíðu heimasíðunnar. Hér á eftir er útskýrt skref fyrir skref hvernig farið er að.

  • Þú byrjar á því að fara inn á www.vg.is
  • Efst á forsíðunni stendur „Rafrænt forval í Norðausturkjördæmi.“ Þar fyrir neðan er hnappur sem á stendur „Kosning hér“ sem þú smellir á. Þetta leiðir þig inn á kosningasíðu VG.
  • Þar þarftu að smella á „Opna“ til að hefja innskráningarferlið.
  • Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
  • Nú ætti kosningakerfið að leiða þig áfram í gegnum ferlið en þú raðar þeim frambjóðendum sem þú vilt kjósa í sæti 1 til 5 og staðfestir svo kjörseðilinn þinn.

Kjörstjórn kjöræmisins stendur vaktina og er reiðubúin að aðstoða þau sem lenda í vandræðum við að kjósa. Hægt er að hafa samband við þau með tölvupósti á netfangið nordaustur@vg.is og eins má hafa samband við formann kjörstjórnar, Sóleyju Björk Stefánsdóttur, í síma 844-1555 eða Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra VG, í síma 896-1222.

Forvalinu lýkur á miðnætti í kvöld, 15. febrúar, og verða úrslit birt fyrir hádegi á morgun.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search