Search
Close this search box.

Ragnar Auðun Árnason býður sig fram til gjaldkera

Deildu 

Kæru félagar

Fyrir rúmlega níu árum síðan skráði ég mig í þessa hreyfingu og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Ég sat lengi í stjórn Ungra vinstri grænna sem m.a. talsmaður hreyfingarinnar, alþjóðafulltrúi og innrastarfsfulltrúi. Undanfarin tvö ár hef ég setið í stjórn Vinstri grænna í Reykjavík og á dögunum var ég kjörinn formaður svæðisfélagsins. Þá hef ég setið í stjórn VG á landsvísu, starfað sem kosningastjóri og starfsmaður í kosningabaráttu. Ég er þó hvergi nær hættur að aðstoða hreyfinguna. Ég hef því ákveðið að sækjast eftir embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi.

Á þeim níu árum sem ég hef starfað innan hreyfingarinnar hefur mikið gerst en fyrst og fremst hefur hreyfingin sýnt það að hún er alvöru burðarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum sýnt það í þessari ríkisstjórn að það skiptir máli að Vinstrihreyfingin grænt framboð sitji við ríkisstjórnarborðið. Það er gífurlega mikilvægt að fram að næstu þingkosningum sé stjórn hreyfingarinnar öflug og skelegg svo að Vinstri græn verði aftur við ríkisstjórnarborðið eftir næstu kosningar. Ég hef fyllstu trú á því að ég geti sinnt gjaldkera embættinu vel og örugglega.

Ég vona því kæru félagar að þið treystið mér til að takast á við þetta mikilvæga embætti.

Sjáumst á landsfundi!

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search