Search
Close this search box.

Ragnar Auðun Árnason, nýr formaður VGR

Deildu 

24 ára stjórnmálafræðingur kosinn formaður Vinstri grænna í Reykjavík.

Það er sérstaklega spennandi að vera formaður í VG félagi, þegar hægt er að vísa til margra góðra verka Vinstri Grænna í ríkisstjórn,“  segir Ragnar Auðun Árnason, sem kosinn var formaður VGR á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Ragnar Auðun er 24 ára stjórnmálafræðingur og hefur verið virkur í VG síðan árið 2012 og meðal annars gegnt stöðu talsmanns Ungra Vinstri Grænna Meðstjórnendur í nýrri stjórn VG í Reykjavík eru Sigrún Jóhannsdóttir, Þorsteinn V. Einarsson, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Ólína Linda Sigurðardóttir, Guy Conan Stewart og Gerður Gestsdóttir. Varamenn eru Baldvin Már Baldvinsson og Elva Hrönn Hjartardóttir. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru kosnir á þriðjahundrað fulltrúar og varafulltrúar á landsfund VG sem fer fram 18. – 20 október í Reykjavík.  Steinari Harðarsyni, fráfarandi formanni VG í Reykjavík voru þökkuð vel unnin störf í þágu Vinstri grænna, en hann hefur verið formaður VGR síðustu tvö ár.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search