Search
Close this search box.

Nýtum orkuna betur

Deildu 

René Biasone, sem situr á Alþingi, sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður þessar vikurnar í fjarveru Steinunnar Þórunnar Árnadóttur, tók til máls undir liðnum störf þingsins í dag. Þingmaðurinn ræddi skekkju í orkumálum þar sem 80 prósent framleiddrar orku á Íslandi fari í stóriðju utan hringrásarhagkerfisns. René sagði að þetta ættu Íslendingar ekki að sætta sig við. René vill nýta þegar framleidda orku miklu betur en gert er og vernda með því náttúru og víðerni. Það sé hagur allra.

Ræða René í heild:

Virðulegi forseti, mig langar að tala um orkuþörf framtíðarinnar og forsendurnar hennar. Sumir eru sannfærðir um að það þurfi að ganga meira á náttúruperlur Íslands, til að nýta orku, og telja í góðri trú að engin önnur leið sé til að ná þeirri raforku sem þarf til innleiða orkuskipti.

En mig langar að benda á að um það bil 80% raforku sem er framleidd á Íslandi í dag fer til mengandi starfsemi sem framleiðir málm, og þessi starfsemi er algjörlega fyrir utan hringrásarhagkerfið. Þetta er skekkja.

Nýverið sótti ég opinn fund á vegum VG þar sem Samtök Iðnaðarins og Landvernd tóku þátt, og þar kom mjög skýrt fram þessi stóra skekkja sem við Íslendingar eigum ekki að sætta okkur við.

Sérfræðingar segja að, til þess að framleiða sama magn af málmi úr endurnýttum málmi í stað hráefnis, eins og báxit,  þurfi einungis 10-15% þeirrar raforku sem er notuð í dag. Á fundinum sýndu raforku-líkön  Landverndar vel hversu mikla raforku þarf þegar stóriðjan á Íslandi er færð inn í hringrásarhagkerfið: hversu gríðarlega mikið magn raforku, sem er nú þegar framleitt, gæti farið í orkuskipti, í lífræna matarframleiðslu og ýtt undir sjálfbærni og loftlagsvænna samfélag.

Með því að nýta orkuna betur, með því að færa mengandi stóriðju inn í hringrásarhagkerfið, getum við verndað náttúruna, víðerni og landslag og einnig draga stórkostlega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Ég tel mikilvægt að við leggjum á það áherslu og fjármuni að rannsaka hvernig megi sem best nýta þá orku sem þegar er framleidd. Það er ávinningur okkar allra, náttúrunnar, raforkuframleiðenda og jafnvel stórnotenda.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search