EN
PO
Search
Close this search box.

Rétt þjónusta á réttum stað

Deildu 

Álag á bráðamót­töku Land­spít­al­ans hef­ur reglu­lega verið til um­fjöll­un­ar á vett­vangi fjöl­miðla um langt skeið. Und­an­far­in miss­eri hef­ur verið gripið til mark­vissra aðgerða til að bregðast við þeirri stöðu og tryggja sem mest gæði og ör­yggi þjón­ust­unn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­ala fækkaði kom­um á bráðamót­töku Land­spít­al­ans um 10% á síðasta ári þannig að aðgerðirn­ar hafa skilað um­tals­verðum ár­angri. Jón Magnús Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir bráðalækn­inga á Land­spít­al­an­um, rek­ur þessa fækk­un m.a. til góðs sam­starfs milli spít­al­ans og Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins um að beina sjúk­ling­um á þjón­ustu­stig við hæfi. Á sama tíma og dregið hef­ur úr kom­um minna veikra ein­stak­linga á bráðamót­tök­una leita fleiri til heilsu­gæsl­unn­ar en áður með sín vanda­mál. Þessi breyt­ing hef­ur í för með sér þjón­ustu­bót bæði fyr­ir þá minna veiku sem fara til heilsu­gæsl­unn­ar sem og fyr­ir þá bráðveiku sem leita á bráðamót­tök­una.Nú ligg­ur fyr­ir þing­inu þings­álykt­un­ar­til­laga að heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030. Í stefn­unni er fjallað um grunnstoðir heil­brigðis­kerf­is­ins, meðal ann­ars mik­il­vægi þess að fólki sé beint inn á rétt þjón­ustu­stig með sín vanda­mál til að tryggja sem besta þjón­ustu og að skil­greina þurfi hlut­verk þjón­ustu­veit­enda í heil­brigðis­kerf­inu með skýr­um hætti. Þjón­usta heilsu­gæsl­unn­ar er þannig skil­greind sem fyrsta stigs þjón­usta, sem fólk leit­ar fyrst til með sín vanda­mál ef ekki er um bráð veik­indi að ræða. Þaðan er fólki svo vísað í ann­ars eða þriðja stigs þjón­ustu ef um er að ræða flókn­ari úr­lausn­ar­efni.

Efl­ing heilsu­gæsl­unn­ar sem fyrsta viðkomu­staðar í heil­brigðis­kerf­inu er mik­il­væg­ur þátt­ur í efl­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins í heild og eitt af mik­il­væg­ustu stefnu­mál­um mín­um sem heil­brigðisráðherra og meðal meg­in­mark­miða rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Mik­il­væg skref hafa verið stig­in í þeim efn­um og má þar nefna fjölg­un sál­fræðinga og rýmk­un af­greiðslu­tíma. Mik­il­væg­ur liður í að efla heilsu­gæsl­una og bæta aðgengi að henni er einnig að draga úr kostnaðarþátt­töku sjúk­linga inn­an henn­ar og er gjald­frelsi barna inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins dæmi um slíka áherslu. Þá var inn­heimtu komu­gjalda af ör­yrkj­um og öldruðum í heilsu­gæslu og hjá heim­il­is­lækn­um hætt um síðustu ára­mót.

Með sterk­ari heilsu­gæslu og skýr­ari verka­skipt­ingu inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins stuðlum við að því að Land­spít­ali þjóni sínu meg­in­mark­miði enn bet­ur sem er að sinna veik­asta fólk­inu og þeim sem lenda í al­var­leg­um slys­um og heilsu­bresti. Þannig stíg­um við mik­il­væg skref í átt­ina að betra heil­brigðis­kerfi fyr­ir alla lands­menn.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search