Search
Close this search box.

Ríkið eignist Auðkenni?

Deildu 

Einn fylgifiskur þess ástands sem veiran hefur skapað er að æ fleiri reiða sig nú á rafræna þjónustu. Það er að ýmsu leyti góð þróun, þó úr neyð sé sprottin, en í ákveðnum tilvikum er þetta hamlandi. Ekki síst fyrir þau sem ekki hafa komið sér upp rafrænum skilríkjum í símana sína, skilríkjum sem gefin eru út af einkafyrirtæki.

Hafa lent í vandræðum

Ég hef talað fyrir því lengi að ríkið takist á hendur útgáfu öruggra opinberra rafrænna skilríkja. Frá árinu 2017 hef ég f lutt mál um að ráðherra skipi starfshóp til að vinna að þessu, en því miður hefur það ekki náð fram að ganga. Mér hafa borist fjölmargar frásagnir af fólki sem hefur lent í vandræðum með að sinna viðskiptum sínum eftir samkomubann, vegna þess að það er ekki í viðskiptum við einkafyrirtækið Auðkenni, eða að rafræn skilríki sem það er með eru á korti en ekki farsíma.

Það á beinlínis að vera skylda hins opinbera að veita borgurunum nauðsynleg skilríki. Þetta gerir ríkið með útgáfu vegabréfa og ökuskírteina og sú var tíð að allir voru með nafnskírteini upp á vasann. Þróunin hefur verið sú að skilríki, eins og svo margt annað, færast á rafrænt form, sem getur bætt þjónustu hins opinbera. Þá ber svo við að fólk þarf að leita til einkafyrirtækis í mörgum tilfellum, því áhöld eru um öryggi íslykilsins, sem þjóðskrá gefur út, jafnvel þó styrktur sé.

Ekki eins og hver önnur vara

Í fjárlögum er að finna heimild til fjármálaráðherra um að festa kaup á Auðkenni. Nú er lag á að skoða það af fullri alvöru. Raunar má færa rök fyrir því að rafræn skilríki séu ekki eins og hver önnur vara á markaði og það eigi að endurspeglast í því hvernig ríkið eignist Auðkenni, verði það ofan á. Hin leiðin er að þróa opinber rafræn skilríki til hliðar við þau frá einkafyrirtækinu.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search