Search
Close this search box.

Rósa Björk fundaði með Katalónsku stjórnmálafólki í Madrid

Deildu 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar og varaforseti Evrópuráðsþingsins, átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu og annað katalónskt stjórnmálafólk í Madrid í síðustu viku. Nú standa yfir réttarhöld yfir 10 kjörnum fulltrúum katalónska þingsins og 2 fulltrúum frjálsra félagasamtaka. Þau eiga yfir höfði sér áratuga refsingu fyrir meðal annars uppreisn og tilraun til byltingar. 

“Burtséð hvaða skoðun hægt er að hafa á spænsku stjórnarskránni eða sjálfstæðisbaráttu Katalóníubúa, þá er aldrei hægt að samþykkja að stjórnmálafólk sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og sínum skoðunum sé fangelsað og haft bak við lás og slá án dóms og laga í heilt ár og lengur. “ segir Rósa Björk. “Að mínu mati er um pólitísk réttarhöld að ræða, meðal annars þar sem einn af ákærendunum er öfga-hægriflokkurinn Vox sem krefst allt að 74 ára fangelsi yfir sumu stjórnmálafólkinu”

Rósa Björk sat með félögum í vinstri flokknum ECR horfa á fyrstu vitnaleiðslur yfir Oriol Junqueras, formanni ECR flokksins.  “Það var ótrúlega áhrifamikil, en afar dapurleg og tilfinningaþrungin stund að sitja með þingflokki vinstri flokksins ECR horfa á fyrstu vitnaleiðslur yfir formanni sínum og það er með ólíkindum að þetta eigi sér stað í Evrópu árið 2019.”

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search