Search
Close this search box.

Rósa Björk fundar með sendiherra Póllands.

Rósa Björk

Deildu 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og þingkona VG, hefur óskað eftir fundi með sendiherra Póllands á Íslandi til að ræða við hann um fyrirætlan pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbul-samningnum. Ef af verður, myndi það einfaldlega ógna lífi pólskra kvenna, stúlkna og fjölskylda ef pólska ríkisstjórnin ætlar sér að segja sig frá einu öflugasta tæki sem Istanbul- samningurinn er til að berjast gegn heimilisofbeldi og kynbundnu ofbeldi.

„Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir fundi með sendiherranum er einmitt til að tjá honum mínar áhyggjur sem formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um að ef af verður, ef pólska ríkisstjórnin lætur af því verða að segja sig frá þessum mikilvæga samningi mun það í raun og veru þýða hættur fyrir konur, börn, stúlkur og fjölskyldur í Póllandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins.

Rósa Björk segir málið hafa vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar. Fjöldi Pólverja hefur sömuleiðis mótmælt ákvörðuninni en dómsmálaráðherra landsins sagði hana byggða á því að samningurinn byggi á hugmyndafræði, meðal annars um félagslega mótun kyns, sem stangist á við hefðbundin pólsk gildi. Pólsk lög séu nóg til að vernda pólskar konur.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search