Search
Close this search box.

Rósa Björk um OP3

Rósa Björk

Deildu 

Segir lýðskrum hættulegt lýðræði og fullveldi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði að flestar ræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu verið uppfullar af útúrsnúningi, rökvillum og óljósri framtíðarsýn.

„Og því miður verið fluttar í þeim einfalda pólitíska tilgangi að grafa undan trausti á alþjóðasamvinnu, alþjóðasamningum og ekki síður fullveldi okkar sem ríki sem tekur sínar eigin ákvarðanir. Allt í þeim tilgangi að þjóna stjórnmálaöflum og skoðunum sem næra ótta fólks og boða einangrunarhyggju,“ sagði Rósa Björk í pontu Alþingis.

Hún sagði að slík pólitík einkenndist af því að tilfinningar almennings í landinu séu misnotaðar á sama tíma og þingmennirnir sem í hlut ættu skelltu skollaeyrunum við bæði rökum og skynsemi.

„Herra forseti, popúlismi eða lýðskrum, er nafnið yfir þess konar tegund af stjórnmálum og lýðskrum er beinlínis hættulegt lýðræði og samfélagslegum þroska.“

Rósa sagði einnig að orkuauðlindir og yfirráð Íslendinga yfir þeim stæðu þjóðinni nærri og því yrði umræðan eðlilega tilfinningaþrungin.

„Því verður að fara varlega í að auka ótta fólks, sér í lagi ef það er ástæðulaust eins og í þessu máli.“

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search