Search
Close this search box.

Rótfesting menningarstríðs

Deildu 

Misl­ing­ar hafa greinst á Íslandi. Vá­gest­ur sem reynd­ist skæðari en spánska veik­in svo­kallaða læt­ur á sér kræla. Ekki kæmi á óvart að Morg­un­blaðið fyllt­ist af því til­efni af grein­um sem mæla gegn bólu­setn­ing­um. Áber­andi hef­ur verið um nokk­urt skeið að stundaður hef­ur verið inn­flutn­ing­ur á menn­ing­ar­stríðum sem víða geisa er­lend­is. Þar í flokki eru sam­særis­kenn­ing­ar um óræðar hætt­ur sem steðji að lýðræðinu vegna framsals full­veld­is til alþjóðastofn­ana eða vegna alræðis emb­ætt­is­manna inn­lendra sem er­lendra. Og svo alþjóðlega bólu­setn­ing­ar­sam­særið.

Jarðveg­ur­inn fyr­ir ágrein­ings­mál af þessu tagi hef­ur hingað til verið snauður á Íslandi. Varn­ar­lín­an hef­ur að mínu mati legið í frjáls­lynd­um viðhorf­um Íslend­inga al­mennt og í tungu­mál­inu sjálfu. Það er ein­fald­lega inni­lega hallæris­legt að æsa sig yfir póli­tísk­um rétt­trúnaði eða sam­kennd al­menn­ings eins og geng­ur og ger­ist í stærri þjóðfé­lög­um. Íslensk­ur mál­heim­ur hef­ur ekki tekið við slíku inn­fluttu góssi hingað til. Þó er nú eins og þrot­laust sán­ing­ar­starfið sé ekki að falla í eins grýtta jörð og áður.

Ástæða er til að slá varnagla við til­hneig­ing­um til þess að flytja inn er­lend menn­ing­ar­stríð. Leiðara­höf­und­ar Morg­un­blaðsins mættu til að mynda hug­leiða þá staðreynd að af­leiðing menn­ing­ar­stríða okk­ar tíma er sjaldn­ast sú að tals­menn klass­ískra frjáls­lyndra og íhalds­samra gilda standi uppi sem sig­ur­veg­ar­ar í þeim. Miklu frem­ur eru þau upp­spretta skaut­un­ar, heift­ar og æs­inga­mennsku á ystu jöðrum stjórn­mál­anna á kostnað sí­gildra lýðræðis­hefða.

Orku­sóun í fá­nýt stríð

Er það til dæm­is skyn­sam­legt að gera til­raun til þess að þröngva frum­varpi for­sæt­is­ráðherra um mann­rétt­inda­stofn­un inn í far­veg menn­ing­ar­stríðs? Við samþykkt­um samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks fyr­ir átta árum og þar er bein­lín­is gert ráð fyr­ir að til staðar sé stofn­un sem geti bent á það þegar hið op­in­bera er að brjóta á mann­rétt­ind­um fólks. Slíka stofn­un skort­ir og kost­ar 44 millj­ón­ir skv. frum­varpi. Næg for­dæmi eru úr nú­tíma­sögu Íslend­inga sem sýna fram á nauðsyn þess að vernda ein­stak­linga gagn­vart of­beldi af hálfu rík­is og sveit­ar­fé­laga. Næg­ir að nefna í þessu sam­hengi illa meðferð á dval­ar­heim­il­um og meðferðar­stofn­un­um sem verið er að gera upp þessi miss­er­in.

Það kann að vera að ein­hverj­ir sjái tæki­færi í þessu til að gera sig gild­andi í inn­fluttu og ímynduðu menn­ing­ar­stríði. En vera kann líka að það komi þeim í koll. Það er nefni­lega eng­in ein­föld leið til að ljúka menn­ing­ar­stríðum þegar þau á annað borð eru haf­in. Það geta orðið þrjá­tíu ára eða hundrað ára stríð. Og verið til óþurft­ar með því að sóað er mik­illi orku í fá­nýta hluti þegar næg til­efni eru til þess að ræða það sem til fram­fara og heilla horf­ir.

Kári Gautason­, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search