Search
Close this search box.

Rúnar Gíslason býður sig fram til gjaldkera

Deildu 

Kæru félagar,

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti gjaldkera VG á komandi landsfundi.Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni.

Síðan ég gekk til liðs við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð þá hef ég gengt embætti formanns í mínu svæðisfélagi, setið í stjórn VG á landsvísu og verið í framboði til Alþingiskosninga og sveitastjórnarkosninga ásamt því að hafa sinnt nefndarstörfum í nafni VG. Hvort það hafi verið heillaspor fyrir einhverja aðra en mig sjálfan er ekki mitt að meta, heldur legg ég það í dóm félaga mína einu sinni enn.

Hlakka til að sjá ykkur á landsfundi!

Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Sauðárkróki.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search