PO
EN
Search
Close this search box.

Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri Vinstri grænna

Deildu 

Rúnar Gíslason var á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í dag kjörinn gjaldkeri hreyfingarinnar. Rúnar hlaut 117 atkvæði af 192 eða 60,94 prósent greiddra atkvæða. Ragnar Auðun Árnason sem einnig var í framboði hlaut 69 atkvæði eða 35,94 prósent. Sex skiluðu auðu.

Rúnar starfar sem lögreglumaður á Sauðárkróki. Hann hefur verið formaður svæðisfélags, setið í stjórn VG og verið í framboði fyrir flokkinn, bæði í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search