Search
Close this search box.

Rusl í rusli?

Deildu 

Hvað verður um allan úrgang­inn úr atvinnu­starf­semi og frá heim­ilum lands­ins? Þegar ein­hverju er „hent í ruslið“, hverfur það sjónum okkar flestra. Eftir það hefst ferli sem í mörgum til­vikum er skað­legt umhverf­inu þegar til lengdar læt­ur. Veru­legar fram­farir hafa engu að síður orðið í með­ferð sorps og iðn­að­ar­úr­gangs. Hvað sem þeim líður er enn langt í land, einkum frammi fyrir lofts­lags­breyt­ingum og miklu umhverf­isá­l­agi stækk­andi mann­kyns og bólgn­andi borga.

Hér á landi eru lausnir í förgun og end­ur­nýt­ingu úrgangs ósam­stæð­ar, reik­andi og víða ófull­nægj­andi. Mis­öflug byggða­sam­lög gera þó sitt besta miðað við fjár­hags­stöðu, þar af er Sorpa langöflugust, ein ágæt­lega not­hæf sorp­brennsla er rekin á Suð­ur­nesjum (Kalka) og nú stefnir í auk­inn útflutn­ing á flokk­uðum úrgangi. Sums stað­ar, eins og í byggð Mos­fells­bæjar næst á Álfs­nesi, angrar lykt­ar­mengun íbúa. Auk þess er annað fyr­ir­tæki í grein­inni að koma sér fyrir á Esju­mel­um, nærri sömu byggð, með sína starf­semi. Fyr­ir­hug­að­ur, nýr urð­un­ar­staður fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið aust­an­fjalls, verður ekki að veru­leika. Sorp er áfram urðað á Álfs­nesi sam­hliða því að ný og full­komin jarð­gerð­ar- og met­an­stöð tekur þar til starfa. Dæmið sýnir að ekki þarf mikla fram­sýni til að við­ur­kenna að taka verður sam­stillt á fyr­ir­komu­lagi sorp­mála, og þá á lands­vísu. Það ger­ist einna helst með öfl­ugri aðkomu rík­isins í þéttu sam­komu­lagi við sveit­ar­stjórn­ar­stigið og ýmis konar sér­fræð­inga sem hér starfa.

Nú sem stendur eru sveit­ar­fé­lögin að reyna, vissu­lega full ábyrgð­ar, að sam­ræma skipu­lag þessa mála­flokks, en án nægi­legrar aðkomu rík­is­ins. Sorpa getur að öllu óbreyttu ekki tekið við efni utan síns svæð­is. Með­ferð úrgangs verður sífellt meira ófull­nægj­andi eða lendir í bið­stöðu víða um land. Meðal ann­ars er úrgangi ekið langar leið­ir, milli lands­hluta, nýir urð­un­ar­staðir fást hvergi og brátt stefnir í að evr­ópskar reglu­gerðir leyfi ekki urðun líf­ræns úrgangs. Í miðju míns kjör­dæm­is, á Suð­ur­landi, hefur úrgangur víða safn­ast fyrir til flutn­ings frá Þor­láks­höfn til meg­in­lands­ins. Auglýsing

Flokkun úrgangs er lyk­il­at­riði í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um; sjá t.d. flokk­un­ar­kerfi Sorpu. En þá varðar öllu að flokkun leiði til end­ur­vinnslu og end­ur­nýt­ingar „rusls­ins“ því það er lang stærstum hluta hrá­efni, hvort sem er t.d. papp­ír, plast, tré eða málm­ar. Mikið af hrá­efn­inu verður ekki end­ur­unnið hér vegna smæðar sam­fé­lags­ins og þar gildir þá að koma því í verj­an­lega nýt­ingu erlends; líka án hagn­að­ar, ef svo ber und­ir. Verj­an­legt er að borga með förgun og end­ur­nýt­ingu í sumum efn­is­flokk­um. Rökin eru ein­föld: Mann­kynið mun ekki kom­ast upp með að end­ur­nýta minna en 90% alls úrgangs, þar með talin jarð­efni, ef á að vera líf­væn­legt á plánet­unni bláu.

Þá að mögu­legum lausn­um. Hvað umhverf­is­mál varðar má ein­fald­lega úrskurða sem svo að sorp­með­ferð telst ekki nægi­lega umhverf­is­væn hér á landi og end­ur­nýt­ing ekki full­nægj­andi. Miklu skiptir að svo sé og ekki hvað síst þegar horft er til ímyndar Íslands og stöðu lofts­lags­mála. Með jarð­gerð­ar­-/­met­an-­stöð Sorpu er stigið stórt fram­fara­skref. Sams konar en minni stöðvar gætu verið ein helsta úrbót í sorp­málum utan svæðis Sorpu og burða­rás lands­skipu­lags úrgangs­mála. Með þeim og söfnun met­ans úr stórum haugum er lofts­lags­málum sinnt af ábyrgð.

Ég hvet til þess að rík­is­stjórnin komi á fót verk­efna­hópi skip­uðum full­trúum ríkis og sveit­ar­fé­laga (t.d. land­sam­taka/­sam­banda), og sér­fræð­inga. Verk­efni hans til úttektar í þéttu sam­ráði við lyk­ilsveit­ar­fé­lög gætu verð þessi, með skörpum skila­fresti til­lagna:

  • Sam­ræmt úrgangs­flokk­un­ar­kerfi fyrir allt landið
  • Skipt­ing lands­ins í umdæmi sam­lags í hverju þeirra – flokk­un­ar­að­staða til reiðu
  • Flutn­ings­kerfi úrgangs innan hvers umdæmis – lág­mörkun akst­urs
  • End­ur­vinnsla inn­an­lands þar sem hentar – end­ur­nýt­ing efna
  • Flutn­ingur flokkað úrgangs til útlanda frá til­teknum höfnum
  • Jarð­gerð og met­an­fram­leiðsla í hverju umdæmi – eða sem næst því
  • Brennsla úrgangs aðeins þar sem allra ítrasta þörf krefur – ein eða fleiri stöð
  • Urðun óvirks úrgangs ein­göngu – skylda í hverju umdæmi

Kostn­aður við alla þessa iðju er og verður tölu­verður og í mörgum til­vikum umfram tekj­ur. Þess vegna þarf að koma til sam­komu­lag ríkis og sveit­ar­fé­laga hvernig fjár­málum skuli hagað í þágu umhverfis og íbúa. Vel má vera að hækkun gjalda þurfi að hluta til þess að mála­flokknum sé borg­ið. Tel að koma verði með­ferð úrgangs í full­nægj­andi horf á tveimur til þremur árum í mesta lagi. Þangað til þarf að halda úti virku kerfi með bráða­birgða­lausn­um. Ég veit um þing­menn sem eru mér sam­mála í höf­uð­atrið­um, nefni Bryn­dísi Har­alds­dóttur úr Sjálf­stæð­is­flokki í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og Silju Dögg Gunn­ars­dóttur úr Fram­sókn­ar­flokki í Suð­ur­kjör­dæmi.

Sam­hliða þess­ari lausn tel ég rétt að hyggja einnig vel að rök­studdum til­lögum starfs­hóps sem hefur tekið saman skýrslu undir heit­inu Sorp­orka. Hún felur (laus­lega) í sér að tvö sér­hönnuð gáma­flutn­inga­skip sigla hring­inn í kringum landið og safna öllum flokk­uð­um, óvirkun úrgangi. Öllu brenn­an­legu sorpi er að skilað á val­inn stað til sorp­brennslu- og orku­stöðvar á köldu svæði (á Vest­fjörðum í skýrsl­unn­i), end­ur­nýt­an­leg efni og spill­efni eru flutt út. Hátækni­sorp­stöðvar eru nú í rekstri, t.d. á Norð­ur­löndum og í Þýska­landi, og er gert ráð fyrir einni slíkri í lausn Sorp­orku. Til álita kemur hlut­lægur sam­an­burður á því sem stendur framar í grein­inni í átta liðum og hug­myndum Sorp­orku, bæði hvað meng­un­ar­spor varðar (losun loft­teg­unda og förgun ösku) og kostn­að.

Frá­veitu­mál þarf líka að taka betri tökum en gert hefur verið en það er önnur Ella.

Ari Trausti Guðmundsson, höf­undur er þing­maður VG.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search