Search
Close this search box.

Sækjum fram í heilbrigðismálum

Deildu 

Framlög til heilbrigðismála verða aukin um ríflega 15 ma.kr. á næsta ári, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga, að frátöldum launa- og verðlagsbótum. Þetta er tæplega 6% raunaukning frá fjárlögum þessa árs. Á tímabili fjármálaáætlunar aukast fjárframlög til heilbrigðismála samtals um 16,1 prósent, eða 41,1 milljarð. Það er raunhækkun upp á 28,4 ma.kr. eða 11,1%.Í frumvarpi til fjárlaga endurspeglast skýr vilji ríkisstjórnarinnar til að halda áfram að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi. Öflugt, opinbert heilbrigðiskerfi er mikilvæg forsenda fyrir jöfnuði og kostir þessa kerfis verða enn ljósari þegar við stöndum frammi fyrir alvarlegri heilsufarsvá eins og nú, á tímum Covid-19.Mikil áhersla er í fjárlögum næsta árs á framkvæmdir sem efla innviði, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga og eflingu heilsugæslu.Í flokki framkvæmda má nefna nokkur mikilvæg verkefni. Aukin framlög til uppbyggingar nýs Landspítala samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nema tæpum 7 ma.kr. en samtals renna 12 milljarðar til verkefnisins árið 2021. Rúmum 200 milljónum kr. verður varið til framkvæmda við nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri, um 300 milljónir króna renna til undirbúnings viðbyggingar við Landspítala við Grensás og um 200 milljónum króna verður á árinu varið til byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum.Áfram verður unnið að því að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu og verða fjárframlög til þess aukin um 800 milljónir króna á næsta ári. Framlög til heilsugæslu verða aukin um 200 milljónir króna til að fjölga fagstéttum og efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.Framlög til að efla geðheilbrigðisþjónustu í samræmi við geðheilbrigðisáætlun verða aukin um 100 milljónir króna. Tímabundið framlag, samtals 540 milljónir króna, er veitt til að efla geðheilbrigðisþjónustu á tímum COVID-19 um allt land og heimahjúkrun verður líka efld með 250 milljóna króna viðbótarframlagi. Við höfum lokið stórum verkefnum í heilbrigðismálum á kjörtímabilinu. Við höfum samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi, framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut ganga vel, greiðsluþátttaka sjúklinga hefur lækkað og mun lækka enn frekar, lög um þungunarrof voru samþykkt og heilsugæslan efld. Samtals nema framlög til málaflokka sem heyra undir heilbrigðisráðherra um 283,5 ma.kr. króna á næsta ári, en það er um fjórðungur af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verða útgjöld til heilbrigðismála um 9,2% árið 2021, sem er aukning frá fyrra ári þar sem hlutfallið var 9,0% og veruleg aukning frá árinu 2019 þegar sambærileg tala var 8,0%. Við erum að sækja fram í heilbrigðismálum og munum halda því áfram.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search