Stefán Pálsson sagnfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti Vinstri grænna fyrir kosningarnar í maí, verður með fylgir áhugasömu göngufólki um Reykjavíkurborg og kynnir sögu hverfa og samfélags í borginni í gegnum árin. Sögugöngurnar hefjast klukkan 12.00 á skírdag, laugardag fyrir páska, á páskadag og á annan í páskum. Góða skemmtun.
Skírdagur:
Söguganga um Elliðaárdal og Árbæjarhverfi
Arkað um náttúruperluna Elliðaárdal með vöskum frambjóðendum.
Safnast saman við Árbæjarlaug
Laugardagur:
Söguganga um Öskjuhlíð
Sagan er við hvert fótmál í Öskjuhlíð. Stríðsminjar, þjóðvegaræningjar og falinn fjársjóður. Safnast saman við Perluna.
Páskadagur:
Söguganga um Laugarnes og Laugardal
Holdsveikraspítali, fiskverkun og upphaf sundiðkunar.
Safnast saman við verslunarkjarnann í Laugalæk
Annar í páskum:
Gengið umhverfis Grafarvog
Sagan er alls staðar, líka í yngri hverfum borgarinnar. Gengið yfir Gullinbrú og umhverfis voginn.
Safnast saman við Kaffitár, Stórhöfða