EN
PO
Search
Close this search box.

Samfylkingin og einkavæðing innviða

Deildu 

Það var átak­an­legt að horfa upp á al­gera upp­gjöf Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn sl. þriðju­dag. Frá því að þessi flokk­ur jafnaðarmanna myndaði meiri­hluta með Viðreisn, Pír­öt­um og Fram­sókn, hef­ur hon­um hægt og ró­lega tek­ist að glutra niður trú­verðug­leika sín­um í mik­il­væg­um mál­um sem snerta borg­ar­búa, og nú síðast með því að samþykkja einka­væðingu Ljós­leiðarans. Hingað til hafa borg­ar­stjóri og Sam­fylk­ing­in staðið gegn því að selja Ljós­leiðarann og ít­rekað hafa til­lög­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins um sölu hans verið felld­ar í borg­ar­stjórn af fé­lags­hyggju­flokk­um og Pír­öt­um. Á Alþingi var það flokk­ur borg­ar­stjóra sem hæst talaði gegn því að einka­fyr­ir­tækið Sím­inn seldi Mílu til eins stærsta sjóðastýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is í Evr­ópu. Nú tala þau sem vilja einka­væða sam­fé­lags­innviði þannig að það sé allt hið besta mál, því þau leggi sig svo mikið fram við að selja til „góðra fjár­festa“ eins og líf­eyr­is­sjóðanna. En í því sam­hengi er gott að rifja upp orð Odd­nýj­ar Harðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem víti til varnaðar: „Stund­um er því haldið fram að það sé al­veg jafn gott að mik­il­væg­ir innviðir sam­fé­lags­ins séu í eigu líf­eyr­is­sjóða og hins op­in­bera, rík­is eða sveit­ar­fé­laga. En það er ekki rétt, ná­kvæm­lega eins og dæmið um fyr­ir­hugaða sölu á Mílu sann­ar. Líf­eyr­is­sjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýn­ist.“

Það er líka kald­hæðnis­legt að á sama tíma og ríkið er skipu­lega að koma fjar­skiptainnviðum í al­manna­eigu, með m.a. kaup­um á Farice, og legg­ur þriðja fjar­skipta­hring­inn til lands­ins, þá einka­væðir borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn Ljós­leiðarann. En hef­ur eitt­hvað heyrst frá þing­flokki Sam­fylk­ing­ar um það? Eða öll­um þeim jafnaðarmönn­um sem standa gegn einka­væðingu innviða í al­manna­eigu og -þágu? Sala borg­ar­inn­ar á hlut sín­um í Ljós­leiðar­an­um mun færa hann fjár­fest­um, sem hafa það að mark­miði að há­marka gróða sinn en ekki tryggja góða al­mannaþjón­ustu. Sal­an mun einnig gera full­trú­um al­menn­ings enn erfiðara um vik að hafa áhrif á stefnu fé­lags­ins og koma í veg fyr­ir brask með mik­il­væga innviði. Nú­ver­andi fjar­lægð kjör­inna full­trúa frá stjórn fé­lags­ins er nú þegar með öllu óá­sætt­an­leg. Ekki verður séð fyr­ir end­ann á þeirri veg­ferð sem borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn hef­ur hafið og ég ótt­ast að þetta verði fyrsta skrefið af mörg­um í átt að einka­væðingu og sölu innviða og eigna al­menn­ings.

Við Vinstri græn höfn­um þess­ari einka­væðingu Ljós­leiðarans sem var samþykkt á fundi borg­ar­stjórn­ar. Við lögðum fram til­lögu, ásamt Sósí­al­ista­flokkn­um, um að Orku­veit­an legði Ljós­leiðar­an­um til hluta­fé. Þá yrði Ljós­leiðar­inn áfram í eigu al­menn­ings. Sú til­laga var hins veg­ar felld af flokk­um sem telja sig bera hag al­menn­ings fyr­ir brjósti og hafa hingað til fellt all­ar til­lög­ur um sölu Ljós­leiðarans. Ef það er ekki ein­hvers kon­ar póli­tískt þrot á viðsjár­verðum tím­um, þá veit ég ekki hvað á að kalla það.

Líf Magneudóttir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search