Search
Close this search box.

Sérhæfð þjónusta í geðhjúkrunarrýmum Áss og Fellsenda verður efld

Deildu 

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að styrkja geðheilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga sem dvelja í geðhjúkrunarrýmum á Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili í Hveragerði og Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. Þetta er gert í samræmi við mat embættis landlæknis sem telur að styrkja þurfi faglega geðheilbrigðisþjónustu á heimilunum þar sem búa einstaklingar með flókna þjónustuþörf á þessu sviði. Í Ási munu geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Ás starfa saman í þessum tilgangi en Fellsendi verður í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vesturlands og fagaðila í geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Þetta fyrirkomulag er sett af stað sem tilraunaverkefni til eins árs og verður varið til þess 15 milljónum króna.

Verkefnið sem hefur það markmið að styrkja geðheilbrigðisþjónustu í nærumhverfi íbúa hjúkrunarheimilanna tveggja byggist annars vegar á því að auka aðgengi notendanna að sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu og hins vegar að efla þekkingu og færni starfsfólks heimilanna til að veita þeim sértækan stuðning og umönnun. Í Ási í Hveragerði eru 39 geðhjúkrunarrými og 27 á Fellsenda.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search