Search
Close this search box.

Sigrum við norðrið

Deildu 

Land- og haf­svæði norð­ur­slóða skipt­ist á milli átta ólíkra ríkja með ríf­lega 4 millj­ónum íbúa. Þar af eru aðeins 400 þús­und manns frum­byggj­ar. Fjöl­margar byggðir eru lítil þorp en bæir og borgir með 3.000 til rúm­lega 300.000 íbúum stækka. Hröð nútíma­væð­ing hefur ein­kennt sam­fé­lögin í tvo til þrjá ára­tugi. Í heild hefur búseta heima­fólks haft lítil áhrif á dýra­rík­ið, gróð­ur­eyð­ingu og loft­mengun enda svæðið risa­stórt. Fremur skilur atvinnu­starf­semi á borð við kola-, olíu- og gasvinnslu og raf­orku­fram­leiðsla, ásamt náma­greftri, eftir sig mis­djúp spor og sumt af veiði­mennsk­unni hefur ekki hlíft nytja­stofnum nægi­lega.  Norð­ur­slóðir eru gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mikið land- og haf­svæði fyrir fram­vindu lífs­skil­yrða á jörð­inni. Jöklar, haf­ís, pól­sjór, kaldir og hlýir haf­straumar og jarð­klaki (sífreri) eru breytur í veð­ur­fars­jöfn­unni; svo stórar að miklar breyt­ingar nátt­úru­fars á svæð­inu skipta sköpum fyrir mann­kyn­ið. Þrennt er þar stór­vægast: Hrörnun hvíta end­ur­skasts­skjald­ar­ins, þ.e. haf­ís­þekj­unn­ar, og þar með hlýnun Íshafs­ins, hop jökla með til­heyr­andi sjáv­ar­borðs­hækkun og súrnun sjávar vegna síhækk­andi magns koldí­oxíðs (nú 417 millj­ón­ustu hlutar í stað um 300 árið 1950) í lofti.

Þegar menn fagna opnun norð­urs­ins sem haf­sjó tæki­færa og sæg erf­iðra en gef­andi verk­efna er þörf á að staldra við og segja: – Já, kannski, en horf­umst í augu við raun­veru­leik­ann og málum ekki enn eina rós­rauða mynd af okkur og ver­öld­inni. Fetum okkur hægt fram og snúum við þegar við á. 

Við erum ekki lengur á braut sem stefnir að hlýnun undir tveimur stigum á heims­vísu á næstu tveimur til þremur ára­tugum heldur gæti miklu verr far­ið, ef fram heldur sem horf­ir.

Áhug­inn á norðr­inu

Und­an­farið hafa augu fjár­festa, fjár­mála­stofn­ana og ráðu­neyta beinst að svæð­inu. Skyndi­lega blasir við nýr aðgangur að gjöf­ulum auð­lindum og mik­il­vægar sigl­inga­leiðir að auki. Mik­ill auður og digur hagn­aður getur fallið mörgum í skaut; reyndar eftir him­in­háar fjár­fest­ing­ar. Talið er að um 90 milljón millj­ónir dala fari ef til vill í þær á næstu árum. Þrennar höf­uð­auð­lindir eru mest áber­andi í umræð­unni um „tæki­færi og áskor­an­ir“: Jarð­efna­elds­neyti, málmar og stein­efni og loks land undir vegi, járn­braut­ir, orku- og efna­leiðsl­ur, sam­skipta­tæki, flug­velli og hafnir við nýju sigl­inga­leið­irnar sem kunna að opn­ast á næstu árum og ára­tug­um: Norð­aust­ur­leiðin með­fram Síber­íu, Norð­vest­ur­leiðin með­fram Kanada og þver­leiðin yfir Norð­ur­pól­inn. Leið­sögu­kerfi fyrir flug og sigl­ingar varða miklu í þessu skyni.AUGLÝSINGTækifærin eru sögð fel­ast í fram­förum og hag­vexti, en áskor­an­irnar í að minnka eða koma í veg fyrir rask og meng­un, og enn fremur nei­kvæð áhrif á sam­fé­lög manna. Hvernig finnum við jafn­vægið á milli nátt­úr­u­nytja og nátt­úru­vernd­ar? Hvenær er best að láta verk­efni kyrr liggja?  Hver eru þol­mörkin sem marka sjálf­bærni sam­fé­lag­anna?

Margir vilja ræða þetta til hlítar og láta nátt­úr­una og vilja nær­sam­fé­laga ráða mestu en aðrir meta tæki­færin mest og telja tækni og góðan vilja einka­fjár­magns­eig­enda og rík­is­valds, í sam­vinnu landa, geta leyst vanda­mál­in. Og jafn­vel fer þannig að úr sér gengin orða­notkun er tekin upp sbr. sér­út­gáfu Morg­un­blaðs­ins 1. nóv­em­ber 2014. Ensk þýð­ing á íslenska hug­tak­inu norð­ur­slóða­sókn var þar orðin að: Conquer­ing the north – norðrið sigr­að. Þegar þess er gætt að þum­al­fing­urs­regla í olíu- og gasvinnslu er á þann veg að fyrir hvern dollar sem fjár­fest er fyrir fást tíu í stað­inn, ef sæmi­lega tekst til, er ekki að undra að margir vilja sigr­ast á… hverju? 

Réttur frum­byggja og hug­mynda­fræði

Eins og oft­ast í mann­kyns­sög­unni við sókn auð­linda­nýtenda inn á ný land­svæði eru þar fyrir mann­ver­ur. Hver kann ekki sögur um mis­beit­ingu valds gegn fólk­inu og hundsun á rétti  þess eða lífs­hátt­um. Nú til dags er ekki unnt að fara þannig óheft fram á norð­ur­slóð­um. Frum­byggjar hafa skipu­lagt sig og sett fram sínar kröfur og staðið á sínum rétt­i.  Að því sögðu er ekki þar með við­ur­kennt að við­horf frum­byggja séu ávallt rétt. Meg­in­at­riðin eru þó ljós. Rétt frum­byggja til að lifa af nátt­úr­unni og í sátt við hana ber að virða. Líka rétt þeirra til að ákvarða hvernig þeir aðlag­ast breyttum aðstæðum og tækni og rétt til sjálf­bærrar auð­linda­nýt­ing­ar. Mis­gjörðir lið­inna ára­tuga ber að bæta fyr­ir­.  

Þús­unda ára reynsla frum­byggja af sam­býli við nátt­úru norð­urs­ins á erindi við alla sem koma að mál­efnum norð­ur­slóða. Þar er að finna upp­lýs­ing­ar, við­horf, hug­mynda­fræði og aðferðir sem eiga fullt erindi í ákvarð­ana­töku um næstu og fjar­læg­ari skref við nýt­ingu og stjórnun norð­ur­slóða. Í norð­ur­slóða­stefnu ríkj­anna átta er nú orðið lögð áhersla á rétt­indi og þekk­ingu frum­byggja og leit­ast við að sam­tvinna þau atriði í ákvarð­anir sem varða nútíð og fram­tíð. Ísland er eina landið án frum­byggja sem hér voru fyrir við land­nám (hvenær og hvernig sem það fór fram). Sú hug­mynd höf­undar að efla miðlun þekk­ingar frá frum­byggjum til okkar hinna, t.d. með stofnun Frum­byggja­skóla SÞ, eða á annan hátt, hefur þótt íhug­un­ar­verð.

Jarð­efnin freista

Horfa verður á þá stað­reynd að engar nátt­úr­u­nytjar sem herða á hröðum og hættu­legum lofts­lags­breyt­ingum af manna völdum mega í raun fara fram á norð­ur­slóð­um. Það sama á að gilda þar og ann­ars stað­ar: Sér­hver aðgerð sem minnkar losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eða bindur kolefni á að ganga fyrir auk­inni ásókn í jarð­efni og mann­virkja­gerð. Ósjálf­bær orku­öflun í norðri má aðeins fara fram til þess að afla íbú­unum nauð­syn­legrar orku á meðan sú sjálf­bæra er ekki í boði á nær­liggj­andi land­svæð­um. Tryggja verður næga raf- og varma­orku og láta nýsköpun snú­ast um orku­öflun með vist­vænum hætti: Vindi, sól­geisl­un, jarð­varma, vatns­afli og sjáv­ar­orku, t.d. öldu­virkj­un­um. Löngu er kunn­ugt að við náum hvergi nærri að draga úr hlýnun lofts­lags og snúa þró­un­inni við nema að leyfa 2/3 hlutum þekktra kolefn­isauð­linda að liggja kyrrar í jörð. Og sam­tímis verður að gera frum­byggjum og heima­stjórnum kleift að nýta auð­lindir heima fyr­ir. Einnig er rétt­mætt að fljót­andi jarð­gas (LNG) sé við­ur­kennt sem betri orku­kostur en kol, olía og venju­legt jarð­gas, með til­liti til 20% minni kolefn­is­gasslos­unar LNG.

Allar þjóðir í Norð­ur­skauts­ráð­inu stefna að námu­vinnslu norðan heim­skauts­baugs, vinnslu kolefn­iselds­neytis og verð­mætra jarð­efna, nema Ísland. Hvort tveggja er auð­vitað ósjálf­bærar nátt­úr­u­nytj­ar. Gildir einu hvar vinnslan fer fram eða í hvað efnin eru not­uð. Ábyrgð vinnslu­lands­ins í umhverf­is­vernd nær líka til sölu og notkun efn­anna í öðrum lönd­um. Dæmi um þetta er olíu- og gasvinnsla Norð­manna sem nær ekki til kolefn­is­bók­halds og skuld­bind­inga rík­is­ins, umfram það sem notað er heima fyr­ir, en er í reynd afar þung­væg á heims­vís­u. 

Önnur námu­vinnsla en upp­taka kolefn­iselds­neytis kann að vera nauð­syn­leg í norðrinu, vegna skorts á mik­il­vægum efn­um, t.d. mál­um, en hún verður þá að vera mjög var­kár, undir sér­stöku eft­ir­liti og með þátt­töku heima­manna. Líta ber á tak­mark­aða vinnslu jarð­efna sem nauð­syn­legan fórn­ar­kostnað við vel­ferð mann­kyns og þá um leið er skylt að lág­marka umhverf­is­á­hrifin með mót­væg­is­að­gerðum og með því að nýta hringrása­hag­kerfi sem byggir á end­ur­nýt­ingu hrá­efna og úrgangs sem fellur til. Í stað sóknar stór­fyr­ir­tækja á norð­ur­slóðir verður að nýta alþjóð­lega sam­vinnu heim­skauta­ríkja og alþjóða­stofn­ana á jafn­rétt­is­grunni til þess að skil­greina þá vinnslu sem mörg land­svæði geta borið með lág­marks umhverf­is­á­hrifum og í sam­ræmi við þarfir alþjóða­sam­fé­lags­ins, ekki ein­stakra fyr­ir­tækja eða ríkja, nema ef vera skyldi Græn­lands. Þar er jarð­efna- og orku­vinnslu talin lykil að sjálf­stæði. Fær­ey­ingar eru að hluta í sömu stöðu en sam­kvæmt skil­grein­ingu norð­ur­slóða eru Fær­eyjar utan þeirra en tengj­ast þó beinu sam­starfi ríkj­anna með ýmsum hætti, sbr. Norð­ur­landa­ráð og Vest­nor­ræna ráð­ið. Eft­ir­tekt­ar­vert er að fylgj­ast með þjóðum utan norð­ur­slóða sækja þangað með fjár­fest­ingum og öðrum áhrif­um, t.d. Ástr­ali og Kín­verja, með mis­mun­andi þunga, einkum Kín­verj­ar. Sú aleitna spurn­ing vaknar hvort ekki þurfi að semja um reglur sem miði að sjálf­bærni upp­bygg­ingar á landi og vax­andi jafn­vægi nytja og vernd­ar, Polar Code 2, líkt og gildir um sigl­ingar (Polar Code 1), þ.e. hegð­un­ar­reglur í sæferð­um.

Kröfur þjóð­ríkja og stjórnun í norðri

Ísland rís upp af Norð­ur- Atl­ants­hafs­hryggn­um. Við krefj­umst réttar á auð­lindum vestur fyrir Bret­landseyjar að eigin mati og einnig norður úr, út fyrir efna­hags­lög­sög­una. Rúss­land beitir jarð­fræði­legum rökum til þess að eigna sér hafs­botns­rétt til norð­urs, alla leið upp á Norð­ur­pól og raunar lengra. Fjögur önnur norð­ur­slóða­ríki, Kana­da, Banda­rík­in, Dan­mörk (Græn­land) og Nor­egur leggja í sama leið­angur og krefj­ast yfir­ráða yfir sinni sneið norður á pól­inn. Um þetta gerðu ríkin fimm með sér sam­komu­lag án sam­ráðs við Ísland, Sví­þjóð og Finn­land. Í raun réttri er þessi afstaða ekki í þágu mann­kyns. 

Hafs­botn­inn í norðri, utan 200 mílna lög­sögu hvers rík­is, ætti að vera sam­eig­in­legt vernd­ar­svæði allra þjóða og nýt­ing líf­ríkis í úthafi háð alþjóð­legu sam­komu­lagi. Strand­ríkin fimm ættu að gefa eftir ítr­ustu hafs­botns­kröf­ur, halda sig við auð­lindir innan 200 mílna marka, þar sem eru alþjóð­legar sigl­inga­leið­ir, og leyfa alþjóða­sam­fé­lag­inu að líta á miðju Norð­ur­-Ís­hafs­ins sem svæði undir vernd­ar­væng mann­kyns. Annað og enn flókn­ara verk­efni lýtur að því að end­ur­skoða haf­rétt­ar­sátt­mál­ann í heild. Vinda ber ofan af órétt­mætum kröfum um auð­lindir langt út á öll helstu úthaf­svæði. Þau eiga að vera vera ósnert­ar, mann­kyni til góða. Ekki er þó útlit fyrir að svo verði í bráð og íslensk yfir­völd tala ekki með þessum hætt­i. 

Sam­vinna um fram­farir norð­urs­ins

Vissu­lega hefur orðið árangur af sam­starfi norð­ur­slóða­ríkj­anna átta. Nægir að nefna reglu­verk um skip og sigl­ingar á norð­ur­slóðum (fyrsta Pólkóð­ann), sam­starf um björgun og við­brögð við meng­un­ar­slysum, vís­inda- og rann­sókna­sam­starf í sam­fé­lags- og nátt­úru­vís­indum og um mennt­un. Búið er að ná sam­komu­lagi um að stunda ekki fisk­veiðar á haf­svæðum sem enn eru að mestu lokuð vegna haf­íss. Í stað þess munu fara fram víð­tækar rann­sóknir sem rennt geta stoðum undir sjálf­bærar sjáv­ar­nytjar í Norð­ur­-Ís­haf­inu, innan lög­sögu ríkj­anna fimm. Loks má benda á þátt­töku sam­taka frum­byggja í Norð­ur­skauts­ráð­inu og stöðu all­margra ríkja utan heim­skauta­svæða, og sam­taka, sem áheyrn­ar­að­ila á fundum Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Ísland tók við for­mennsku þess 2019 og gegnir henni vel og skil­merki­lega til miðs árs 2021. Næst sjá Rússar um for­yst­una og sam­kvæmt nýop­in­beruðum áherslum er mik­ils að vænta af stór­þjóð­inni, raungeri stjórn­völd þær á næstu tveimur árum, eins og fram­ast er unn­t. 

Til hliðar við Norð­ur­skauts­ráðið starfar þing­manna­nefnd norð­ur­slóða (CPAR), m.a. með þátt­töku þinga allra ríkj­anna átta og Evr­ópu­þings­ins á stórri ráð­stefnu. Hlut­verk hennar er að senda ráð­inu sam­þykktir og til­lögur um stefnu og aðgerðir í mörgum mála­flokk­um; þó ekki varn­ar- og örygg­is­mál­um. Höf­undur er for­maður íslensku deild­ar­inn­ar.

Margar þjóðir utan Norð­ur­skauts­ráðs­ins hafa skipu­lagt heim­skauta­stofn­anir og sam­starf þeirra um nám, rann­sóknir og miðlun til sam­fé­laga og þjóða hefur marg­fald­ast. Sífellt fleiri ríki setja sér sér­staka norð­ur­slóða­stefnu, nú síð­ast Evr­ópu­sam­bandið í heild, og verður hún að telj­ast vel fram­sæk­in.

Eitt helsta ein­kenni norð­ur­slóða­sam­starfs ríkj­anna átta er sér­stætt. Engar ákvarð­anir eru teknar án fullrar sam­stöðu. Ávallt er leitað mála­miðl­ana á mik­il­vægum ráð­stefnum og fund­um. Sam­vinna snýst um alla helstu mála­flokka, að slepptum örygg­is- og varn­ar­mál­um. Lögð er áhersla á skipti á upp­lýs­ing­um, á aukið vís­inda- og menn­ing­ar­sam­starf, lausna leitað á félags­legum vanda, lögð áhersla á vel­ferð og heil­brigði, menn­ingu, fjar­skipti og sam­göng­ur, verslun og við­skipti. Alþjóð­lega sam­vinnan á norð­ur­slóðum er næsta ein­stök á heims­vísu. Auk Norð­ur­skauts­ráðs­ins, fer fram form­legt sam­starf á vett­vangi Northern Dimension, Arctic Economic Council (fyr­ir­tæki), Northern For­um, bæj­ar- og borg­ar­stjóra í ríkj­unum átta, Northern Coast­gu­ard Forum (strand­gæslu ríkj­anna 8). Eru þá ótaldar starf­samar stofn­an­ir, opin­berar eða sjálf­stæð­ar, innan og utan Norð­ur­skauts­ráðs­ins sem hafa margar með sér sam­starf. Frá 2013 að telja hefur sam­starfið vaxið með til­komu árlegrar, opinnar ráð­stefnu í Reykja­vík, Arctic Circle. Hún er fjár­mögnuð án þátt­töku stjórn­valda, opin öllum sem áhuga hafa og dregur að sér um 4.000 manns.

Sér­staða Arctic Circle

Ráð­stefnan Arctic Circle (Hring­borð norð­ur­slóða) er orðin stærsti sam­ræðu­vett­vangur norð­ur­slóða. Þar koma saman stjórn­mála­menn, fjár­fest­ar, full­trúar rík­is­stjórna og sveit­ar­stjórna, sam­tök áhuga­fólks, full­trúar menn­ing­ar­strauma og vís­inda­menn. Fjöldi ríkja utan norð­ur­slóða sendir sína full­trúa á ráð­stefn­una og sér­legar ráð­stefnu eru skipu­lagðar í heims­hlutum á vegum Hring­borðs­ins. Á meg­in­ráð­stefn­unni fæst ágætt og víð­tækt, árlegt yfir­lit yfir stöðu umræðna og ákvarð­ana ríkja um sígilda mót­sögn: Auð­lind­a­nytjar og hagnað af þeim frammi fyrir nátt­úru­vernd og and­ófi gegn hlýnun lofts­lags og afleið­ingum þess. Ráð­stefnan er stærsti fundur ver­aldar um norð­ur­slóða­mál­efni og hefur þrí­þætt gagn: Hún er vett­vangur mik­ill­ar, frjórrar sam­ræðu, mið­stöð marg­vís­legrar fræðslu og þarfra skoð­ana­skipta og hún tengir fólk í flestum geirum sam­fé­laga. Á fyrstu ráð­stefnu Arctic Circle yfir­gnæfðu hug­myndir og stefnu­mál um auð­lind­a­nytjar umhverf­is­vernd­ina. Smám saman hefur staðan í umræðum og á sér­fundum breyst, nátt­úru­vernd og lofts­lags­málum í hag. 

End­ur­skoðuð norð­ur­slóða­stefna

Árið 2011 sam­þykkti Alþing þings­á­lyktun sem er fyrsta útgáfa að norð­ur­slóða­stefnu Íslands. Hún hefur nú verið end­ur­skoðuð frá grunni. Það gerði þverpóli­tísk þing­manna­nefnd og lagði fram nýja, fram­sýna til­lögu til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Ráð­herra leggur brátt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem byggð er á vinnu nefnd­ar­inn­ar. Efni hennar verður ekki tíundað hér en minnt á að hún er í takt við þró­un­ina á norð­ur­slóð­um, fram­vindu lofts­lags­mála, í anda sjálf­bærni, jafn­réttis og vel­ferð­ar, friðar og sam­vinnu við leit að lausn­um.

Til eru þeir sem telja að sam­vinna í Norð­ur­skauts­ráð­inu og sam­vinna þess og margra áheyrn­ar­landa geti tryggt að ekki verði alvar­legir árekstrar við opnun norð­urs­ins. Aðrir ótt­ast að ströng hags­muna­gæsla hvers ríkis og merki um aukna hern­að­ar­upp­bygg­ingu séu til vitnis um að and­stæð­ingar tak­ist á þegar fram í sæk­ir. Ekki endi­lega með vopna­valdi heldur með því að helga sér og tryggja haf- og botns­væði og segj­ast munu verja þau. Önnur ríki gætu reynt að koma sér fyr­ir, beint eða bak­dyra­meg­in, með verk­efn­um, fólki og aðstöðu í lönd­un­um, einkum þeim minni. Til hliðar standa svo ýmis Evr­ópu­ríki, og fjar­læg­ari ríki, og telja að beita verði mun alþjóð­legri og sam­eig­in­legri við­mið­um.AUGLÝSINGhttps://static.airserve.net/kjarninn/websites/kjarninn/adzones/grein-g2/banner108192.htmlÍ end­ur­skoð­aðri norð­ur­slóða­stefnu Íslands er fjallað um örygg­is­mál í sam­ræmi við sam­þykkta þjóðar­ör­ygg­is­stefnu Íslands. Þar er tekið undir frið­sam­legar lausnir og áhyggjur af vax­andi spennu og auk­inni, gagn­kvæmri hern­að­ar­upp­bygg­ingu á báða bógi í austri og vestri, sem sum­part teng­ist sigl­ingum og auknum umsvifum í norðr­inu. Það minnir okkur á að umræður allra átta ríkj­anna og mikla vinnu vantar frammi fyrir vand­an­um. Fram til 2014 tóku Rússar þátt í umræðu­vett­vangi herja norð­ur­slóða­land­anna, en eftir Krím-­málið var þeim vikið það­an.  Ég tel að rík­is­stjórnin og Alþingi eigi að leggja til upp­hafs­skref í átt að heim­skauta­ör­ygg­is­mála­kóða í anda Polar Code 1 (sem ég kalla svo) með boði um ráð­herra­fund ríkj­anna átta undir árs­lok. Í öllu starfi í átt að Polar Code 3 er unnt að nýta Hring­borð norð­ur­slóða, nýleg sam­tök þing­manna fyrir friði (IAPP), stofn­anir eins og Open Diplom­acy í Evr­ópu, Wil­son-­stofn­un­ina í Was­hington, og, ekki hvað síst, sam­starfs­vett­vang land­helg­is­gæsla norð­ur­slóða­ríkj­anna, auk Sam­ein­uðu þjóð­anna. Kóð­inn segði til um umgengn­is­reglur og sam­skipta­reglur örygg­is- og varn­ar­að­ila á norð­ur­slóðum og hegðan með því mark­miði að halda við lág­spennu og koma í veg fyrir mis­tök sem geta leitt til árekstra. 

Staða Akur­eyrar og Norð­ur­slóða­setur í Reykja­vík

Í norð­ur­slóða­stefn­unni er vikið að Akur­eyri sem mið­stöð norð­ur­slóða­mála á Ísland og efl­ingu henn­ar. Þar er vísað til kennslu og rann­sókna við Háskól­ann á Akur­eyri (sem er einn stofn­enda Háskóla norð­ur­slóða og aðsetur Heim­skauta­rétt­ar­stofn­un­ar­inn­ar), til Stofn­unar Vil­hjálms Stef­áns­sonar með ára­tuga starf að baki, tveggja fastra sér­fræði­vinnu­hópa Norð­ur­skauts­ráðs­ins, Norð­ur­slóða­nets Íslands, Alþjóða Norð­ur­skauts­vís­inda­nefnd­ar­innar og nokk­urra ann­arra stofn­anna og sam­starfs­verk­efna. Starfið á sér rætur aftur til 1997 og mikil þekk­ing og reynsla orðin til á Akur­eyri. Auk þess hefur sam­starf um Græn­lands­flug, heil­brigð­is­þjón­ustu við aust­ur­strönd Græn­lands og atvinnu­rekstur tengdum Græn­landi litað stöðu Akur­eyr­ar. Við Háskóla Íslands, Háskól­ann í Reykja­vík, Land­bún­að­ar­há­skól­ann og aðrar stofn­anir í höf­uð­borg­inni og víðar um land fer fram ýmis konar öflug og mik­il­væg starf­semi að mál­efnum norð­ur­slóða. Allt þetta norð­ur­slóða­starf þarfn­ast yfir­lits, almennrar og sér­tækrar kynn­ingar og frekara sam­starfs. Það er við hæfi að haldið sé utan um slíkt á Akur­eyri um leið og fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og ríkið leggja sín lóð á vog­ar­skálar enn öfl­ugra norð­ur­slóða­starfs þar á bæ og ann­ars staðar í land­inu. Það ger­ist með enn betri aðstöðu og auknu fjár­magni, eftir því sem við á, til við­bótar við rann­sókna­sjóði, og ekki hvað síst, með mark­á­ætlun rann­sókna sem lögð er til í hinni nýju stefnu. Fjöl­breytni, sam­hæf­ing, dreif­ing og upp­lýs­inga­miðlun eru allt lyk­il­hug­tök í norð­ur­slóða­starf­inu.

Í norð­ur­slóða­stefn­unni er einnig lagt til að skapa Hring­borði norð­ur­slóða umgjörð með stofnun Norð­ur­slóða­set­urs á Íslandi. Það hlýtur að ger­ast án beinnar aðildar rík­is­ins að fjár­mögnun og rekstri, í sam­ræmi við eðli Hring­borðs­ins. Enn fremur er ljóst, að mínu mati, að vönduð umræða og þarfa­grein­ing fari fram á því hvað slíkt setur inni­felur umfram að vera fast aðsetur undir alþjóð­lega starf­semi og fundi Hring­borðs­ins sem sam­ræðu­vett­vangs og hvar það skuli stað­sett. Rann­sóknir fara fram ann­ars staðar en tengdar Hring­borð­inu og þar með ljóst að aðsetur sér­fræð­inga sem hingað koma er jafnan víða um land. Menntun í norð­ur­slóða­fræðum teng­ist mörgum mennta­stofn­unum hér og í öðrum lönd­um. Ísland allt og margur vett­vangur í sér­hverju hinna land­anna sjö er í raun kjarn­inn í almenn­ings­fræðslu og þekk­ing­ar­leit á norð­ur­slóðum í allri sinni marg­breytni. Þess vegna ber að vanda vel allar ákvarð­anir er varða Akur­eyri sem mið­stöð norð­ur­slóða­mála og Hring­borð norð­urs­ins sem helsta alþjóð­lega sam­ræðu­vett­vang allra sem áhuga hafa á mál­efnum norð­ur­slóða.

Ari Trausti Guðmundsson er þing­maður Vinstri grænna.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search