PO
EN
Search
Close this search box.

Sjálfbært samfélag velsældar

Deildu 

Það er viðvar­andi áskor­un að tryggja aukna vel­sæld í sam­fé­lag­inu á sjálf­bær­an hátt. Síðustu ára­tugi hef­ur hag­kerfið stækkað en deila má um að hve miklu leyti sá vöxt­ur hef­ur verið sjálf­bær. Miðað við óbreytta auðlinda­notk­un mann­kyns­ins þyrfti þrjár plán­et­ur til að standa und­ir aukn­um fólks­fjölda árið 2050. Þær plán­et­ur eru ekki til. Það er ljóst að við verðum að gera bet­ur.

Hringrás­ar­hag­kerfið og kleinu­hring­ir

Breski hag­fræðing­ur­inn Kate Raworth lýsti kleinu­hringja­hag­fræði sem leið til þess að hugsa um sjálf­bæra þróun á þeim grunni að eng­an í sam­fé­lag­inu skorti það sem þarf til að lifa með reisn en að á sama tíma sé tryggt að sam­fé­lög haldi sig við auðlinda­notk­un einn­ar jarðar. Í innri hring kleinu­hrings­ins eru hlut­ir eins og fæða og vatn, heil­brigðis­kerfi, mennta­kerfi, tekj­ur og trygg at­vinna. Í ytri hringn­um eru vist­kerf­is­mörk­in. Þar er að finna þol­mörk jarðar fyr­ir álagi, t.d. mörk lofts­lags­breyt­inga og líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni. Rýmið milli þess­ara tveggja hringja er staður þar sem er ör­uggt og rétt­látt að staðsetja sam­fé­lag. Þangað tel ég að við ætt­um að stefna.

Segja má að hug­mynda­fræði hringrás­ar­hag­kerf­is­ins miði að því að halda okk­ur inn­an þess­ara tveggja hringja. Mik­il gerj­un er í verk­efn­um sem tengj­ast hringrás­ar­hag­kerf­inu á Íslandi um þess­ar mund­ir. Merki­leg­ar áætlan­ir eru uppi um að búa til líf­ræn­an áburð úr hliðar­straum­um úr land­eldi á laxi. Ef þær áætlan­ir ganga eft­ir verða til græn störf hér á landi við að skapa áburð sem við ann­ars þurf­um að flytja inn. Til lengri tíma munu þol­mörk hag­kerf­is­ins aukast þegar við verðum minna háð stöðugum inn­flutn­ingi hrá­efna og vara. Þessi stöðugi inn­flutn­ing­ur er for­senda línu­lega hag­kerf­is­ins og ein helsta ástæða þess að mann­kynið er að nýta auðlind­ir jarðar á hátt sem mun valda hörm­ung­um til lengri tíma.

Hringrás­ir skapa störf og virði

Á sama hátt hef­ur hug­mynda­fræði hringrás­ar­hag­kerf­is­ins verið inn­leidd hjá stór­um fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi, sem dregið hafa úr kostnaði með því að flokka bet­ur úr­gang. Við það hafa einnig orðið til störf hér á landi. Þá hafa tækni­lausn­ir sem orðið hafa til við þessa umbreyt­ingu mögu­leika á að verða þekk­ingar­út­flutn­ing­ur og verða hluti af því sem stund­um er kallað „eitt­hvað annað“ í hag­kerf­inu, sem við í Vinstri­hreyf­ing­unni – grænu fram­boði höf­um talað um árum sam­an.

Sam­an­dregið er framtíðar­sýn­in um sjálf­bært sam­fé­lag vel­sæld­ar sú framtíðar­sýn sem ég hef að leiðarljósi í mat­vælaráðuneyt­inu. Ef við ein­setj­um okk­ur að leita lausna í stað þess að ein­blína á vanda­mál­in mun­um við ná aukn­um ár­angri í þeim efn­um á næstu árum.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search