Search
Close this search box.

Sjúklingar borga minna

Deildu 

Lækkun greiðslu­þátt­töku sjúk­linga er afger­andi þáttur í því að tryggja jafnt aðgengi fólks að heil­brigð­is­þjón­ustu. Gögn frá Evr­ópsku töl­fræði­stofn­un­inni, Eurosta­t, ­sýna að um um það bil 3,5 pró­sent Íslend­inga þurftu að neita sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­að­ar, fjar­lægðar eða bið­tíma árið 2016. Um 5% allra tekju­hópa þurftu að neita sér um tann­lækna­þjón­ustu á sama tíma. Óupp­fyllt þörf fyrir lækn­is- og tann­lækna­þjón­ustu er mun meiri á meðal hinna tekju­lægstu, eða um 5% vegna lækn­is­þjón­ustu. Sam­svar­andi hlut­fall þeirra sem þurfti að neita sér um tann­lækna­þjón­ustu var um 15%.

Unnið er mark­visst að lækkun greiðslu­þátt­töku sjúk­linga, þannig að sjúk­lingar borgi minna fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu og lyf, en ríkið borgi stærri hlut. Lækk­unin er ein stærsta jöfn­un­ar­að­gerð sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í á þessu kjör­tíma­bili og jafn­framt eitt þeirra atriða sem ég hef sett í sér­stakan for­gang í emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra.

Lækkun kostn­aðar sjúk­linga er hafin

Við höfum nú þegar lækkað greiðslu­þátt­töku öryrkja og líf­eyr­is­þega í tann­lækna­kostn­aði, og aukið þátt rík­is­ins í greiðslum vegna þeirrar þjón­ustu. Nú nemur end­ur­greiðslan 50% fyrir þessa hópa en sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun er svig­rúm til að auka fram­lögin árlega um 200 millj­ónir króna árin 2021 – 2024 og lækka með því greiðslu­þátt­töku líf­eyr­is­þega vegna tann­lækn­inga úr 50% í 25% á tíma­bil­inu. Við höfum líka fellt niður komu­gjöld fyrir öryrkja og aldr­aða á heilsu­gæslu­stöðvar og hjá heim­il­is­lækn­um. Um ára­mótin tóku svo gildi enn frek­ari lækk­anir á greiðslu­þátt­töku sjúk­linga.AUGLÝSING

Í fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda til árs­ins 2024 eru 3,5 millj­arðar króna sér­stak­lega ætl­aðir til að draga úr kostn­aði sjúk­linga vegna heil­brigð­is­þjón­ustu og auka á móti fram­lög hins opin­bera. Fyrsta skrefið í því að fella niður komu­gjöld í heilsu­gæslu var stigið 1. jan­úar 2020, þegar almenn komu­gjöld í heilsu­gæslu lækk­uðu úr 1.200 krónum í 700 krón­ur. Þetta á við um komur fólks á dag­vinnu­tíma á heilsu­gæslu­stöð þar sem við­kom­andi er skráð­ur. Börn, aldr­aðir og öryrkjar greiða eftir sem áður ekki komu­gjöld í heilsu­gæslu.

Þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn voru horm­óna­tengdar getn­að­ar­varnir felldar undir lyfja­greiðslu­þátt­töku­kerfið fyrir konur sem eru 20 ára eða yngri. Þá var öllum börnum sem fæð­ast með skarð í efri tann­boga eða með klof­inn góm með reglu­gerð tryggður réttur til end­ur­greiðslu vegna tann­lækn­inga og tann­rétt­inga sem nemur 95% af gjald­skrá tann­lækn­is. Ný reglu­gerð um ferða­kostnað sjúkra­tryggðra og aðstand­enda þeirra inn­an­lands tók líka gildi í byrjun árs. Með reglu­gerð­inni verður m.a. komið til móts við þá sem þurfa reglu­lega að ferð­ast um lengri veg vegna blóð­skil­unar og enn fremur er það nýmæli að greitt verður far­gjald fylgd­ar­manns konu sem þarf að takast ferða­lag á hendur til að fæða barn á heil­brigð­is­stofnun eða sjúkra­húsi.

Komu­gjöld í heilsu­gæslu verða felld niður

Framundan eru enn frek­ari aðgerðir til að draga úr greiðslu­þátt­töku sjúk­linga. Komu­gjöld í heilsu­gæslu verða áfram lækkuð og árið 2022 verða almenn komu­gjöld í  heilsu­gæslu felld alveg nið­ur. Lög um heil­brigð­is­þjón­ustu segja að heilsu­gæslan skuli vera fyrsti við­komu­staður fólks í heil­brigð­is­kerf­inu – og í heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030 er þetta mik­il­vægt leið­ar­stef. Því er aukið aðgengi allra að þjón­ustu heilsu­gæsl­unnar mik­il­vægt mark­mið. 

Þak vegna lyfja­kaupa ein­stak­linga lækk­ar 

Árið 2021 er líka gert ráð fyrir um 50 millj­ónum króna til að lækka þak á árleg hámarks­út­gjöld ein­stak­linga vegna lyfja­kaupa og ráð­gert er að verja um 20 millj­ónum króna í nið­ur­greiðslur á horm­óna­lykkj­unni fyrir konur sem þurfa á henni að halda af klínískum ástæð­um, t.d. vegna endó­metríósu. Nið­ur­greiðslur hins opin­bera vegna hjálp­ar­tækja og tann­lækn­inga verða einnig auknar enn frek­ar. Sam­tals er áformað að verja 2,3 millj­arði í lækkun greiðslu­þátt­töku fram til árs­ins 2022.

Þessar breyt­ingar eru mik­il­væg skref í átt að því marki að greiðslu­þátt­taka sjúk­linga í heil­brigð­is­þjón­ustu verði á pari við það sem best ger­ist á Norð­ur­lönd­un­um, en þangað stefnum við. Lækkun greiðslu­þátt­töku sjúk­linga er mik­il­væg jöfn­un­ar­að­gerð og til þess fallin að tryggja enn betra aðgengi að þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Með jafn­ara aðgengi er spornað við heilsu­fars­legum ójöfn­uði af félags­legum og fjár­hags­legum ástæð­um. Þannig tryggjum við betra heil­brigð­is­kerfi fyrir alla.

Svandís Svavarsdóttir, höf­undur er heil­brigð­is­ráð­herra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search